fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fréttir

Rán í verslun í miðborginni – Meðvitundarlaus ökumaður var ekki meðvitundarlaus

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. mars 2022 05:55

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sjötta tímanum í gær var rán framið í verslun í Miðborginni. Ræninginn stal vörum og veittist að starfsmanni og komst síðan á brott. Hann var handtekinn um klukkustund síðar og vistaður í fangageymslu.

Skömmu fyrir klukkan eitt í nótt var tilkynnt um meðvitundarlausan ökumann í kyrrstæðri bifreið á miðri akbraut. Meðvitundarlausi ökumaðurinn reyndist ekki vera meðvitundarlaus heldur í mikilli vímu og annarlegu ástandi. Hann tók lögreglumönnum ekki fagnandi og sló til þeirra. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Einn ökumaður var handtekinn síðdegis í gær grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna. Hann reyndist einnig vera sviptur ökuréttindum.

Í Árbæ kom eldur upp í bifreið um miðnætti. Önnur bifreið skemmdist einnig vegna hitans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“