fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Fréttir

Gunnar vann öruggan sigur gegn Sato á UFC-bardagakvöldi

Ritstjórn DV
Laugardaginn 19. mars 2022 21:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bardagakappinn Gunnar Nelson sneri aftur í hringinn eftir um tveggja ára fjarveru á UFC-bardagakvöldi í London. Andstæðingur Gunnars var Japaninn Takashi Sato sem stökk inn í bardagann sem varamaður eftir að Bras­il­íu­maðurinn Claudio Silva meiddist. Sato er þó enginn aukvisi og hafði verið á mikilli siglingu fram að bardaga kvöldsins.

Hann komst þó ekki langt gegn Íslendingnum sem hafði talsverða yfirburði í viðureigninni. Sato byrjaði af krafti en í lok fyrstu lotu náði Gunnar Japanum í gólfið og lét hann finna til tevatnsins án þess að ná að klára bardagann. Klár sigur í fyrstu lotu.

Í annarri lotunni var í raun það sama upp á tengingnum. Sato byrjaði betur en von var á en Gunnar náði honum svo í gólfið og þjarmaði að honum án þess að ná að knýja fram sigur. 2-0 fyrir Gunnari eftir tvær lotur.

Í lokalotunni náði Gunnar Sato í gólfið í þriðja sinn og nú þegar nægur tími var til stefnu. Japaninn náði þó að verjast býsna vel en átti sér aldrei viðreisnar von í lotunni sem Gunnar vann með miklum yfirburðum. 3-0 sigur í lotum talið og því Gunnar öruggur sigurvegari bardagans. 30-26 hjá öllum dómurum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum
Innkalla rakettupaka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

ESB hefur áhyggjur af makrílsamkomulagi Íslands og þriggja annarra ríkja – Mikil ofveiði

ESB hefur áhyggjur af makrílsamkomulagi Íslands og þriggja annarra ríkja – Mikil ofveiði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miðflokksmaður ver myndbandið umdeilda – „Hvers vegna sér ungt fólk ekki framtíð á Íslandi?“

Miðflokksmaður ver myndbandið umdeilda – „Hvers vegna sér ungt fólk ekki framtíð á Íslandi?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Læknar sakaðir um að falsa sjúkraskýrslu – Til rannsóknar hjá landlækni í þrjú ár

Læknar sakaðir um að falsa sjúkraskýrslu – Til rannsóknar hjá landlækni í þrjú ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hafnarfjarðarbær fer aftur í hart við bindindissamtök

Hafnarfjarðarbær fer aftur í hart við bindindissamtök
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“