fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Telja að Pútín muni hóta að beita kjarnorkuvopnum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. mars 2022 07:00

Áætlun var til um kjarnorkuárás á Danmörku. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska varnarmálaráðuneytið Pentagon telur að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, muni hóta að beita kjarnorkuvopnum ef stríðið í Úkraínu dregst á langinn.

Bloomberg News skýrir frá þessu en miðillinn hefur séð greiningu um þetta frá Pentagon.

Í greiningunni kemur fram að mótspyrna Úkraínumanna og refsiaðgerðir Vesturlanda ógni getu Rússa til að framleiða nútímavopn. Það getur að mati ráðuneytisins leitt til þess að þeir grípi til alvarlegri aðgerða á borð við að hóta að beita kjarnorkuvopnum.

Pútín sagði í lok febrúar að hann hefði fyrirskipað þeim hersveitum, sem eru með aðgang að kjarnorkuvopnum, í hæstu viðbragðsstöðu.

Vestrænar leyniþjónustustofnanir og stjórnmálamenn hafa ítrekað skýrt frá áhyggjum sínum af að Rússar séu vísir til að beita efnavopnum í Úkraínu og hafa einnig haft áhyggjur af hugsanlegri kjarnorkuvopnanotkun þeirra. Samkvæmt rússneskum hernaðaráætlunum er oft gert ráð fyrir notkun svokallaðra vígvallakjarnorkuvopna en það eru litlar kjarnorkusprengjur sem eru sprengdar á vígvellinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“