fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Erfitt að finna húsnæði fyrir úkraínska flóttamenn – 300 komnir til landsins

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. mars 2022 09:00

Gylfi Þór Þorsteinsson - Skjáskot/RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 300 úkraínskir flóttamenn eru komnir til landsins að sögn Gylfa Þórs Þorsteinssonar, sem stýrir aðgerðahópi vegna komu flóttafólks frá Úkraínu.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að í gær hafi verið haldin æfing á vegum almannavarna vegna komu flóttafólks. „Sú æfing miðaðist við fyrstu viðbrögð ef hingað kæmi mjög stór hópur í einu. Hér er húsnæðisskortur og til að mynda skortur á leiguhúsnæði á almennum markaði. Þá þarf að búa til viðbragð og það viðbragð hefur verið í vinnslu,“ hefur Morgunblaðið eftir Gylfa.

Hann sagði mikla áherslu lagða á að útvega flóttafólkinu húsnæði. Af þeim 300 sem nú þegar eru komin til lands býr hluti hjá ættingjum og vinum en mjög stór hluti nýtir sér úrræði Útlendingastofnunar að sögn Gylfa.

Hann sagði að fyrir liggi að búsetuúrræði Útlendingastofnunar séu af skornum skammti því tugir annarra flóttamanna komi til landsins daglega. Húsnæðismálin séu stórt vandamál og því hafi verið óskað eftir því við almenning, fyrirtæki, verkalýðsfélög og sveitarfélög að leggja til íbúðarhúsnæði, jafnvel þótt það sé aðeins til skamms tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“