fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fréttir

Rússneskir hermenn sagðir hafa tekið 500 Úkraínumenn sem gísla

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. mars 2022 07:10

Rússneskir hermenn í Úkraínu. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskir hermenn eru sagðir hafa tekið 500 Úkraínumenn sem gísla á sjúkrahúsi í Mariupol. Pavlo Kyrylenkio, héraðsstjóri í Donetsk, skýrði frá þessu að sögn AP.

Hann sagði að bæði sjúklingar, heilbrigðisstarfsfólk og nágrannar sjúkrahússins hafi verið teknir í gíslingu.

Gíslatakan er sögð hafa byrjað síðdegis í gær og noti rússnesku hermennirnir gíslana sem mannlegan skjöld til að halda sjúkrahúsinu á sínu valdi.

Pavlo sagði að sjúkrahúsið hafi orðið fyrir skemmdum vegna skothríðar en læknar og hjúkrunarfræðingar haldi áfram  að sinna sjúklingum á bráðabirgðadeildum í kjallaranum. Hann hvatti leiðtoga heims til að bregðast við „þessum grófu brotum gegn mannkyni“.

Ekki eru margir dagar síðan rússneskar hersveitir réðust á fæðingarsjúkrahús í Mariupol.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“