fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024
Fréttir

Hvað gerist ef rússneskt flugskeyti lendir á yfirráðasvæði NATO? Sérfræðingur er ekki í vafa

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. mars 2022 05:13

Fjölbýlishús í Kyiv sem varð fyrir skotum Rússa fyrr á árinu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir því sem stríðið í Úkraínu færist nær landamærum NATO aukast líkurnar á að stríðið stigmagnist. Á sunnudaginn gerðu Rússar flugskeytaárás á úkraínska herstöð í Javoriv sem er aðeins 25 km frá pólsku landamærunum. Að minnsta kosti 35 létust og 134 særðust, bæði hermenn og almennir borgarar.

Í kjölfar árásarinnar og sérstaklega þess hversu nálægt Póllandi herstöðin, sem hefur einnig verið notuð til æfinga af hermönnum frá NATO-ríkjunum, er hafa spurningar vaknað um hver viðbrögð NATO verða ef rússneskt flugskeyti lendir í Póllandi? Þá er verið að ræða um flugskeyti sem lendir þar fyrir slysni, ekki sé ætlunin að skjóta því á Pólland. Mun NATO bregðast við slíku og telja að um árás á eitt bandalagsríkið sé að ræða og svara í sömu mynt og hefja hernað í Úkraínu?

Volodymyr Zelenskyy, Úkraínuforseti, segir að taka þurfi þessa árás og stöðuna í heild mjög alvarlega. „Ef þið lokið ekki lofthelgi okkar er aðeins tímaspursmál um hvenær rússnesk flugskeyti lenda á ykkar yfirráðasvæði, á yfirráðasvæði NATO, á heimilum NATO-borgara,“ sagði hann í myndbandi sem hann sendi frá sér aðfaranótt mánudags.

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, hefur lagt áherslu á að NATO sé varnarbandalag og muni ekki leita eftir því að lenda í stríði við Rússland. „Við höfum gert það ljóst að við munum ekki hefja hernað í Úkraínu, hvorki á jörðu né í lofti,“ sagði hann í síðustu viku eftir fund með utanríkisráðherrum NATO-ríkjanna.

Claus Mathiesen, lektor í rússnesku við danska varnarmálaskólann og sérfræðingur í hernaðarpólitík, sagði í samtali við dagblaðið Information að árásin á herstöðina væri enn ein stigmögnun átakanna. Enginn vafi sé á að ráðist hafi verið á herstöðina vegna tengsla hennar við NATO og þeirra æfinga sem hermenn frá NATO hafa stundað þar með úkraínska hernum. Þetta hafi verið leið Rússa til að segja að þeir vilji ekki sjá NATO í Úkraínu.

En hvernig mun NATO bregðast við ef rússneskt flugskeyti lendir í Póllandi? Peter Viggo Jakobsen, hjá danska varnarmálaskólanum, sagðist í samtali við Jótlandspóstinn ekki vera í neinum vafa um viðbrögðin: „Þá segir NATO: Þetta var óhapp. Við erum leiðir yfir því og þetta má ekki endurtaka sig. Við ætlum ekki að hefja þriðju heimsstyrjöldina af því að flugskeyti gerir holu í jörðina einhvers staðar í Póllandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hættulegasti hlutur heims – Drepur einstakling á tveimur dögum sem horfir á hann í fimm mínútur

Hættulegasti hlutur heims – Drepur einstakling á tveimur dögum sem horfir á hann í fimm mínútur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víkingur Heiðar blandar sér í þjóðfélagsumræðuna – „Ég held að þjóð þín sé reyndar komin með nóg af gífuryrðunum“

Víkingur Heiðar blandar sér í þjóðfélagsumræðuna – „Ég held að þjóð þín sé reyndar komin með nóg af gífuryrðunum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fyrrum fjármálastjóri dró aha.is fyrir dóm – Sagðist eiga inni orlof en var á móti sakaður um að hafa ofreiknað eigið orlof með bókhaldsbrögðum

Fyrrum fjármálastjóri dró aha.is fyrir dóm – Sagðist eiga inni orlof en var á móti sakaður um að hafa ofreiknað eigið orlof með bókhaldsbrögðum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nöfn unga fólksins sem lést í banaslysinu á Eyjafjarðarbraut

Nöfn unga fólksins sem lést í banaslysinu á Eyjafjarðarbraut