fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fréttir

Úkraínumenn í Kyiv búa sig undir bardaga sem gæti orðið blóðugur

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 12. mars 2022 13:29

Úkraínumenn undirbúa sig fyrir innrás Rússa í höfuðborgina - Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneski herinn hefur undanfarnar tvær vikur nálgast Kyiv, höfuðborg Úkraínu, en nú er þorri rússnesku hermannanna einungis 24 kílómetrum frá borginni. Úkraínumenn eru þessa stundina að búa sig undir að verja borgina fyrir innrásarhernum.

Ljóst er að bardaginn gæti orðið virkilega blóðugur. Í viðtali við BBC sagði úkraínski stjórnmálamaðurinn Sviatoslav Yurah að orrustan um Kyiv gæti orðið í líkingu við orrustuna í Stalíngrad en tæpar tvær milljónir manna létust í þeirri orrustu. Orrustan um Stalíngrad var sú blóðugasta í allri seinni heimstyrjöldinni.

Sovétmenn sigruðu orrustuna í Stalíngrad en Yurah varar Rússana við að Kyiv verði þeim að falli – líkt og Stalíngrad varð nasistunum í síðari heimsstyrjöldinni.

„Þetta er risastór borg með milljónum borgara og ef Rússarnir reyna að koma inn í hana þá fá þeir heljarinnar bardaga,“ sagði Yurah í viðtalinu við BBC.

Rose Gottemoeller, fyrrum staðgengill framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, ræddi einnig við BBC um stríðið í Úkraínu og komandi innrás Rússa í Kyiv. Gottemoeller er skeptísk á að rússneski herinn nái miklum árangri með því að ráðast beint inn í höfuðborgina.

„Ég velti því fyrir mér hvort þeir eigi möguleika á að hópa sig aftur saman á þessum tímapunkti því skipulagið þeirra er í svo slæmu standi, þeir eru eiginlega ekki með eldsneytisbirgðirnar sem þeir þurfa til að ráðast á Kyiv,“ sagði Gottemoeller.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“
Fréttir
Í gær

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“
Fréttir
Í gær

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“
Fréttir
Í gær

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hamborgartré ársins fundið við endimörk Skorradals – Nú mega jólin koma!

Hamborgartré ársins fundið við endimörk Skorradals – Nú mega jólin koma!
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Malaga-fanginn ofsótti Sigmund Erni – „Sagði eitt sinn að hann vissi á hvaða leikskóla börnin mín væru“

Malaga-fanginn ofsótti Sigmund Erni – „Sagði eitt sinn að hann vissi á hvaða leikskóla börnin mín væru“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hugmyndir um sameiningu Grindavíkur og Garðabæjar hafa fengið hljómgrunn síðustu mánuði

Segir hugmyndir um sameiningu Grindavíkur og Garðabæjar hafa fengið hljómgrunn síðustu mánuði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sláandi skýrsla skekur Bretland – Fyrrum fangavörður talinn vera einn versti níðingur í sögu landsins

Sláandi skýrsla skekur Bretland – Fyrrum fangavörður talinn vera einn versti níðingur í sögu landsins