fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fréttir

Lúxussnekkjan sem eyddi síðasta sumri á Íslandi komin í hald lögreglu

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 12. mars 2022 10:06

Til vinstri: Lúxussnekkjan Sailing Yacht A - Mynd/Auðunn - Til vinstri: Andrey Melnichenko - Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lúxussnekkjan Sailing Yacht A er ein stærsta og flottasta snekkja heims en hún er í eigu rússneska auðjöfursins og ólígarksins Andrey Melnichenko.

Snekkjan er 143 metra löng og metin á 530 milljónir evra, það eru tæpir 72 milljarðar í íslenskum krónum. Þá er snekkjan um 13 þúsund tonn að þyngd en hún getur tekið við 60 gestum. Í henni er stór sundlaug og þyrlupallur.

Andrey Melnichenko er með ríkustu mönnum Rússlands. Árið 2021 greindi Forbes frá því að Melnichenko væri metinn á 19,8 milljarði dala, það eru um 2.630 milljarðar í íslenskum krónum. Þessi 50 ára gamli auðjöfur er því sjöundi ríkasti maður Rússlands.

Frá Íslandi til lögreglunnar í Ítalíu

Flestir Íslendingar kannast eflaust við snekkjuna sem um ræðir enda eyddi hún dágóðum tíma í kringum strendur Íslands um sumarið í fyrra. Snekkjan mætti til Akureyrar í apríl og sigldi svo um landið fram á sumar.

Nú hefur er snekkjan stödd í Ítalíu en þar lagði ítalska fjármálalögreglan hald á hana. Um er að ræða lið í refsiaðgerðum gegn rússneskum auðjöfrum vegna innrásar Rússlands í Úkraínu. Greint var frá þessu í tilkynningu frá skrifstofu ítalska forsætisráðherrans.

Snekkja Melnichenko er ekki það eina sem ítalska lögreglan hefur lagt hald á vegna stríðsins í Úkraínu. Í síðustu viku lagði hún hald á fleiri snekkjur en einnig fjölmörg húsnæði. Eigurnar sem lagt var hald á eru í eigu 5 rússneskra ólígarka sem hafa tengsl við Vladimir Pútín, forseta Rússlands.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“
Fréttir
Í gær

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“
Fréttir
Í gær

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“
Fréttir
Í gær

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hamborgartré ársins fundið við endimörk Skorradals – Nú mega jólin koma!

Hamborgartré ársins fundið við endimörk Skorradals – Nú mega jólin koma!
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Malaga-fanginn ofsótti Sigmund Erni – „Sagði eitt sinn að hann vissi á hvaða leikskóla börnin mín væru“

Malaga-fanginn ofsótti Sigmund Erni – „Sagði eitt sinn að hann vissi á hvaða leikskóla börnin mín væru“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hugmyndir um sameiningu Grindavíkur og Garðabæjar hafa fengið hljómgrunn síðustu mánuði

Segir hugmyndir um sameiningu Grindavíkur og Garðabæjar hafa fengið hljómgrunn síðustu mánuði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sláandi skýrsla skekur Bretland – Fyrrum fangavörður talinn vera einn versti níðingur í sögu landsins

Sláandi skýrsla skekur Bretland – Fyrrum fangavörður talinn vera einn versti níðingur í sögu landsins