fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Rússar brjálaðir út í Zuckerberg – Vilja flokka Meta sem „öfgasamtök“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 11. mars 2022 14:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Segja má að Mark Zuckerberg og fyrirtæki hans Meta, sem er móðurfyrirtæki samfélags- og samskiptamiðlanna FacebookInstagram og WhatsApp, séu fallin í verulega ónáð í Rússlandi.

Rússar hafa nú greint frá því að þar í landi sé búið að leggja fram kæru á hendur fyrirtækinu og hafa farið fram á viðurkenningu á því að fyrirtækið sé „öfgasamtök“. Þetta gerist í kjölfar þess að Meta breytti reglum sínum varðandi hatursorðræðu til að heimila hvatningu til ofbeldis gegn Rússum í samhengi við innrásina í Úkraínu. Þessi rýmri heimild á þá aðeins við um notendur fyrirtækisins í tilteknum löndum, svo sem í Úkraínu, Póllandi, Eistlandi, Rússlandi, Slóvakíu og fleirum. Gildir þessi heimild um tjáningu á borð við „Rússneskir innrásarmenn, deyið!“ eins gildir þessi breyting ekki um hvatningu til ofbeldis gegn óbreyttum borgurum Rússlands.

Saksóknari í Rússlandi sagði í dag: „Í samræmi við lög um „aðgerðir gegn aðgerðum öfgahópa“ hefur ákæruvaldið í Rússlandi sent kröfu til dómstóla um að Meta verði viðurkennt sem öfgasamtök og að starfsemi fyrirtækisins verði bönnuð í Rússlandi“

Þó mun WhatsApp ekki verða fyrir áhrifum af þessu banni þar sem yfirvöld í Rússlandi líta á það forrit sem samskiptaforrit en ekki vettvang til opinberra skoðanaskipta.

Áður hafði Rússland lokað á Facebook í landinu, en Instagram og WhatsApp eru þó mun vinsælli í Rússlandi, sérstaklega meðal unga fólksins.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum
Fréttir
Í gær

Bílabúð Benna lækkar verð á nýjum bílum

Bílabúð Benna lækkar verð á nýjum bílum
Fréttir
Í gær

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði er starfsmaður Múlaborgar

Hinn grunaði er starfsmaður Múlaborgar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir kennir meintum mistökum Landspítalans um miklar kvalir sínar en fær engar bætur

Móðir kennir meintum mistökum Landspítalans um miklar kvalir sínar en fær engar bætur