fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Svona getur þú forðast að kaupa rússneskar vörur – Einföld aðgerð í hverri verslunarferð

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. mars 2022 07:26

Þessi veltir verðlaginu vel fyrir sér. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umheimurinn hefur fordæmt innrás Rússa í Úkraínu, þó með fáeinum undantekningum, og er óhætt að segja að Rússar séu nú einangraðir og vinafáir á alþjóðavettvangi. Vesturlönd hafa beitt Rússa margvíslegum refsiaðgerðum sem eru nú þegar farnar að bíta. Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, hefur eflaust ekki gert sér grein fyrir hversu hörð viðbrögð umheimsins við innrásinni myndu verða. Ef þú lesandi góður hefur áhuga á að leggja þitt af mörkum í refsiaðgerðunum og forðast að kaupa rússneskar vörur þá er til einfalt ráð við því sem krefst ekki mikils tíma þegar verslað er inn.

Margar verslanir hafa tekið rússneskar vörur úr sölu en hugsanlega hafa einhverjar sloppið í gegnum nálaraugað og eru enn til sölu. Það er auðvelt að sjá hvaða vörur eru frá Rússlandi með því að lesa á strikamerkin. Þrjár fyrstu tölurnar í strikamerki hverrar vöru segja til um upprunaland hennar. Rússneskar vörur eru með strikamerki sem byrja á 460 til 469. Þetta eru því vörur sem byrja á 460, 461, 462, 463, 464, 465, 466, 467, 468 og 469.

Ef þú vilt ganga enn lengra og forðast vörur frá Hvíta-Rússlandi, sem styður stríðsrekstur Rússa, þá eru fyrstu þrjár tölurnar í strikamerkjum varnings þaðan 481.

Ef þú vilt styðja Úkraínu og kaupa úkraínskar vörur þá byrja strikamerki varnings þaðan á 482.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hefur þú það sem þarf til að stýra nýju Þjóðaróperunni?

Hefur þú það sem þarf til að stýra nýju Þjóðaróperunni?
Fréttir
Í gær

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“
Fréttir
Í gær

Mótmælendur í Alaska lýsa yfir stuðningi við Úkraínu

Mótmælendur í Alaska lýsa yfir stuðningi við Úkraínu
Fréttir
Í gær

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan snýr aftur – „Frá dýpstu hjartarótum þakka ég ykkur öllum“

Kjartan snýr aftur – „Frá dýpstu hjartarótum þakka ég ykkur öllum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Davíð lýsir skelfilegri stöðu ungs manns eftir einelti á íslenskum vinnustað – „Fótur hans fór í mél“

Davíð lýsir skelfilegri stöðu ungs manns eftir einelti á íslenskum vinnustað – „Fótur hans fór í mél“