fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Fréttir

„Ég var að sjá nokkrar myndir. Hjarta mínu blæðir“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 10. mars 2022 16:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bróðir borgarstjóra Kænugarðs og fyrrum þungavigtarkappinn Wladimir Klitschko, er harmi sleginn eftir að hafa séð myndir af ungum þolendum stríðsins, börnunum. Hann tísti um málið.

„Ég var að sjá nokkrar myndir. Hjarta mínu blæðir,“ tístir hann.

Með færslunni birtir hann myndband sem sýnir skelfilegan raunveruleikann í Úkraínu þar sem börn hafa bæði fallið og særst í árásum Rússa.

„Hjarta mínu blæðir. Það er gjarnan sagt að fyrsta fórnarlamb stríð sé sannleikurinn, og það er satt. 

Eins og þið sjáið í Rússlandi. En vitið þið hvað? Óbærilegustu fórnarlömbin eru börnin. Börn eru nú að látast tugum saman. Heima hjá sér, inn á heimilum sínum eða úti á götu í útlegð. Sjáið þessar myndir! Þær sýna sanna og raunverulega útkomu af sérstöku aðgerðum Pútíns,“ segir Klitschko í myndbandinu. 

Hann segir að ef það eru ekki börnin sem innrás Pútíns rænir lífinu þá séu það foreldrar þeirra, ömmur og afar, skólar þeirra og heimili.

„Að ráðast á börn er það sama og að ráðast á lífið, siðmenninguna eins og hún leggur sig. Ef þið viljið ekki sjá fleiri svona myndir þá megið þið ekki líta undan. Þið verðið að stöðva stríðið hans Pútíns. NÚNA!“

 

Við vörum lesendur við myndbandinu, það er ekki fyrir viðkvæma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nágrannaerjur um skolplögn sem fór beint niður um mitt loft í íbúð á jarðhæðinni

Nágrannaerjur um skolplögn sem fór beint niður um mitt loft í íbúð á jarðhæðinni
Fréttir
Í gær

Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli

Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli
Fréttir
Í gær

Langar þig að gista frítt á Ibiza? – Þú getur það en það er stór hængur

Langar þig að gista frítt á Ibiza? – Þú getur það en það er stór hængur
Fréttir
Í gær

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar nefna hvað þeir myndu gera ef þeir ynnu 642 milljónir í Víkingalottóinu

Íslendingar nefna hvað þeir myndu gera ef þeir ynnu 642 milljónir í Víkingalottóinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskur hermaður lést í Úkraínu

Íslenskur hermaður lést í Úkraínu