fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Settist upp í bíl hjá ókunnugri konu og neitaði að fara út úr honum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 20. febrúar 2022 07:47

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um tvöleytið í nótt var drukkinn maður handtekinn í miðborginni. Maðurinn hafði verið að ónáða vegfarendur og stofna til slagsmála. Hann hafði m.a. sest inn í bíl hjá konu sem hann þekkti ekki og neitað að fara út úr bílnum fyrr en lögregla kom á vettvang og skipaði honum að yfirgefa bílinn. Maðurinn var færður á lögreglustöð þar sem fyllt var út eyðublað um brot á lögreglusamþykkt o.fl. og hann laus að því loknu.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Einnig segir frá því að ölvuð kona var handtekin í miðborginni á þriðja tímanum í nótt. Konan var æst og að trufla störf lögreglu, fór ekki að fyrirmælum lögreglu og veittist að lögreglumanni. Konan var færð á lögreglustöð þar sem fyllt var út eyðublað um brot á lögreglusamþykkt. Konan róaðist er hún var komin á lögreglustöðina og var hún laus að lokinni upplýsingatöku.

Á fimmta tímanum í nótt var kona handtekin í miðborginni vegna gruns um að hún væri að selja áfengi úr bíl sínum en í honum var töluvert magn af áfengi. Einnig var konan ekki með gild ökuréttindi.

Um hálfáttaleytið í gærkvöld var tilkynnt um líkamsárás í Hafnarfirði. Manni var hent út af bar og hlaut hann við það aflögun á fæti og skrámur í andliti. Var hann fluttur með sjúkrabíl á Bráðadeild til aðhlynningar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“