fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
Fréttir

HSÍ ræðir við Guðmund í næstu viku

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 11. febrúar 2022 19:30

Guðmundur var rekinn í febrúar en illa gengur að ráða eftirmann hans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn HSÍ mun setjast niður með Guðmundi Guðmundssyni, þjálfara karlalandsliðsins í handbolta, í næstu viku og ræða möguleika á áframhaldandi ráðningu en samningur Guðmundar við HSÍ rennur út í júní næstkomandi. Þetta staðfestir Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, í samtali við DV.

Guðmundur hefur undanfarið brugðist við spurningum um framtíð hans í starfinu með þeim hætti að hann viti ekki neitt, HSÍ hafi ekki rætt við hann og hann viti ekki um hug stjórnarinnar til þess möguleika að hann stýri liðinu áfram. Flestir telja árangur liðsins á EM í Ungverjalandi og Slóveníu hafa verið framar vonum en liðið hafnaði í sjötta sæti, þó að stór hluti hópsins væri úr leik vegna Covid-smita. Árangur liðsins undanfarin ár hefur hins vegar verið slakur og á HM í fyrra var Guðmundur gagnrýndur fyrir að bregðast illa við pressu.

„Mótið er bara nýbúið og menn setjast niður með Guðmundi í næstu viku, fara yfir mótið og stöðuna og framtíðina,“ segir formaðurinn og nafni þjálfarans, Guðmundur B. Ólafsson. „Við erum ekki búnir að negla niður dag, hann var með Covid og var að losna úr því,“ segir Guðmundur B. enn fremur.

Varðandi það hvort aðrir kostir varðandi landsliðsþjálfarastöðuna séu uppi á borðinu segir Guðmundur B.: „Við byrjum á að ræða við hann og það er ekki verið að skoða neitt annað.“

Aðspurður um hvort einhverjar raddir væru innan stjórnarinnar sem væru andsnúnar Guðmundi segir hann: „Það er engin diskúsjón um það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga Valsara
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Dularfullt mál í Fellabæ – Búið að skera hring í rúðuna – „Þetta er stór undarlegt“

Dularfullt mál í Fellabæ – Búið að skera hring í rúðuna – „Þetta er stór undarlegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir samkeppni skorta á lánamarkaði og hagnaður bankanna komi úr vösum viðskiptavina

Segir samkeppni skorta á lánamarkaði og hagnaður bankanna komi úr vösum viðskiptavina
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Barn féll í sjóinn við Reynisfjöru

Barn féll í sjóinn við Reynisfjöru