fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fréttir

Myndband: Birgir Ármanns fékk nóg og andvarpaði þegar Þórhildur tók til máls

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 10. febrúar 2022 15:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þó svo að það að vera forseti Alþingis sé vel launað starf þá verður það ábyggilega seint talið hið skemmtilegasta. Það sannaðist í dag þegar Birgir Ármannsson, forseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, andvarpaði í forsetastólnum.

Birgir virtist ekki vera neitt sérlega hrifinn af því þegar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, tók til máls á Alþingi í hádeginu þar sem hún gagnrýndi Birgi fyrir að svara ekki spurningum sem honum bárust fyrr um morguninn. „Virðulegi forseti. Ég kem hingað upp vegna þess að í fundarstjórn forseta áðan bárust forseta nokkrar spurningar sem forseti svaraði ekki,“ segir Þórhildur í ræðunni sinni og við það andvarpar Birgir en hlustar þó á spurningarnar aftur.

„Ég vil því bera þær upp aftur í þeirri von að forseti hæstvirtur svari háttvirtum þingmönnum sem þeir lögðu fyrir hann í fundarstjórninni hér áðan. Hæstvirtur forseti hefur verið spurður hversu alvarlegum augum hann lítur á þetta mál að Útlendingastofnun, fyrir atbeina dómsmálaráðherra, sé ekki að afhenda umbeðin gögn og hann var beðinn um að fá minnisblað frá lagaskrifstofu þingsins um 51. grein þingskapa og hvernig það snertir þetta mál.

Sömuleiðis hefur hæstvirtur forseti endurtekið verið beðinn um að beita sér fyrir því að þingið fái þau gögn sem þeim ber að fá, ekki bara samkvæmt 51. grein þingskapa heldur samkvæmt skýrri lagaskyldu, samkvæmt 6. grein laga um ríkisborgararétt. Ég árétta því þá spurningu: Hvað ætlar hæstvirtur forseti að gera til þess að tryggja að Útlendingastofnun og í raun ráðherra fari að lögum og virði vilja Alþingis?“

video
play-sharp-fill

Þrátt fyrir að Birgir hafi ekki ljómað allur upp við þessar spurningar þá svaraði hann þeim þó þegar Þórhildur hafði lokið máli sínu. „Forseti hyggst halda áfram að ræða við fólk til þess að finna lausn á þessum málum sem hér hafa verið til umræðu og mun óska eftir því minnisblaði sem hér hefur verið nefnt í þessari umræðu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir fórnarlambsumræðu illa upplýstra um sjávarútveginn og kennir hruninu um

Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir fórnarlambsumræðu illa upplýstra um sjávarútveginn og kennir hruninu um
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Mikill áhugi meðal eldri borgara á gervigreind – Stefán Atli hefur þróað námsefni sérstaklega fyrir félaga FEB

Mikill áhugi meðal eldri borgara á gervigreind – Stefán Atli hefur þróað námsefni sérstaklega fyrir félaga FEB
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Njörður segir að svona sé hægt að bjarga íslenskri tungu – Gæti horfið á næstu þremur til fjórum kynslóðum

Njörður segir að svona sé hægt að bjarga íslenskri tungu – Gæti horfið á næstu þremur til fjórum kynslóðum
Fréttir
Í gær

Atli Steinn svarar fyrir sig fullum hálsi – „Þá skaltu horfa í augun á mér, bölvað óbermið þitt“

Atli Steinn svarar fyrir sig fullum hálsi – „Þá skaltu horfa í augun á mér, bölvað óbermið þitt“
Fréttir
Í gær

Ferðamaður segir frá raunum sínum á Íslandi – Vandræðin byrjuðu fyrir alvöru þegar lögreglan fór af vettvangi

Ferðamaður segir frá raunum sínum á Íslandi – Vandræðin byrjuðu fyrir alvöru þegar lögreglan fór af vettvangi
Fréttir
Í gær

Höfðu betur gegn landeigandanum – Fá að búa áfram í orlofshúsinu og hafa það á lóðinni

Höfðu betur gegn landeigandanum – Fá að búa áfram í orlofshúsinu og hafa það á lóðinni
Hide picture