fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fréttir

Meintur hrotti í gæsluvarðhald – Tók um háls konunnar og setti púða yfir andlit hennar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 10. febrúar 2022 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti á mánudaginn gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir meintum síbrotamanni. Skal maðurinn vera í gæsluvarðhaldi til 3. mars en hann er grunaður um fjölmörg brot sem eru til rannsóknar.

Maðurinn er meðal annars grunaður um að hafa ráðist á fyrrverandi unnustu sína, tekið með höndum um háls hennar og sett púða yfir vit hennar. Nágrannar konunnar heyrðu lætin, brutust inn í íbúð hennar og björguðu henni frá manninum. Telur lögregla að hann hafi þarna gerst sekur um tilraun til manndráps.

Maðurinn er einnig sakaður um að hafa keyrt á lögreglumann sem reyndi að stöðva akstur hans.

Maðurinn er einnig sakaður um fjölmörg fíkniefnalagabrot og umferðarlagabrot. Hann er ennfremur sakaður um vopnlagabrot, að hafa haft haglabyssu í vörslu sinni.

Það er mat lögreglu að mikil hætta sé á að maðurinn haldi áfram að brjóta af sér ef hann gengur laus. Frá því maðurinn losnaði úr afplánun í mars 2021 hafi ko mið um fjölmörg mál þar sem hann er sakaður um ýmiskonar brot.

Úrskurði Landsréttar og héraðsdóms má lesa hér

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir fórnarlambsumræðu illa upplýstra um sjávarútveginn og kennir hruninu um

Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir fórnarlambsumræðu illa upplýstra um sjávarútveginn og kennir hruninu um
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Mikill áhugi meðal eldri borgara á gervigreind – Stefán Atli hefur þróað námsefni sérstaklega fyrir félaga FEB

Mikill áhugi meðal eldri borgara á gervigreind – Stefán Atli hefur þróað námsefni sérstaklega fyrir félaga FEB
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Njörður segir að svona sé hægt að bjarga íslenskri tungu – Gæti horfið á næstu þremur til fjórum kynslóðum

Njörður segir að svona sé hægt að bjarga íslenskri tungu – Gæti horfið á næstu þremur til fjórum kynslóðum
Fréttir
Í gær

Atli Steinn svarar fyrir sig fullum hálsi – „Þá skaltu horfa í augun á mér, bölvað óbermið þitt“

Atli Steinn svarar fyrir sig fullum hálsi – „Þá skaltu horfa í augun á mér, bölvað óbermið þitt“
Fréttir
Í gær

Ferðamaður segir frá raunum sínum á Íslandi – Vandræðin byrjuðu fyrir alvöru þegar lögreglan fór af vettvangi

Ferðamaður segir frá raunum sínum á Íslandi – Vandræðin byrjuðu fyrir alvöru þegar lögreglan fór af vettvangi
Fréttir
Í gær

Höfðu betur gegn landeigandanum – Fá að búa áfram í orlofshúsinu og hafa það á lóðinni

Höfðu betur gegn landeigandanum – Fá að búa áfram í orlofshúsinu og hafa það á lóðinni