fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Fréttir

Hafa fundið líkin fjögur í Þingvallavatni

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 6. febrúar 2022 19:38

Kafari við störf í Þingvallavatni Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kafarar hafa fundið lík allra fjögurra farþeganna sem voru um borð í flug­vélinni TF-ABB sem lenti ofan í Þingvallavatn. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, staðfestir þetta við Vísi.

Veður er hins vegar  orðið of vont til þess að hægt sé að tryggja öryggi kafaranna og því er verið að ljúka aðgerðum við vatnið í kvöld. Ekki verður því unnt að ná líkunum upp úr vatninu að sinni.

Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að líkamsleifar fjórmenninganna hafi verið staðsettar á 37 metra dýpi og neðar í vatninu. Þegar sé hafin skipulagning björgunaraðgerða og verði gengið í þær strax og veður leyfir.

Fram hefur komið að flugmaður vélarinnar hét Haraldur Unason Diego og með honum í vélinni voru þrír erlendir ferðamenn. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að aðstandendur hafi verið upplýstir um stöðu mála. Þeir hafa beðið fyrir kærar kveðjur til björgunaraðila allra fyrir þeirra störf undanfarna daga og er þeim hér með komið til skila.   Jafnframt þakkar lögreglan á Suðurlandi öllum þeim sem hafa lagt hönd á plóginn fram að þessu enda þó stór og krefjandi verkefni sé framundan ennþá við úrlausn þessa máls.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slysið í Reynisfjöru: Stúlkan er látin

Slysið í Reynisfjöru: Stúlkan er látin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tókust á við áskoranir þegar versta veðrið gekk yfir Vestmannaeyjar í nótt – Hætt við brennuna af öryggisástæðum

Tókust á við áskoranir þegar versta veðrið gekk yfir Vestmannaeyjar í nótt – Hætt við brennuna af öryggisástæðum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli