fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Fréttir

Fjölskylda flugmannsins Haraldar Diego hefur ekki gefið upp vonina – Kafbátur notaður við leit í Þingvallavatni

Ritstjórn DV
Föstudaginn 4. febrúar 2022 12:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugmaðurinn sem flaug vélinni sem leitað hefur verið að undanfarin sólarhring heitir Haraldur Unason Diego. Vísir greinir frá nafni Haraldar og greinir frá því að hann sé reynslumikill í faginu og rekur fyrirtækið Volcano Air. Hefur Haraldur notað talsverða vinsælda í útsýnisflugi með ljósmyndara enda er Haraldur sjálfur þrautreyndur ljósmyndari. Flugvélin sem leitað er að er af gerðinni Cessna 172N með skráningarnúmerinu TF-ABB.

Þrír ferðamenn voru með Haraldi í vélinni en Washington Post greinir frá því að þeir séu frá Bandaríkjunum, Hollandi og Belgíu

Ævintýramaðurinn Chris Burkard er góður vinur Haraldar og hefur oft flogið með honum. Hann birtir yfirlýsingu frá fjölskyldu Haraldar á Instgram-síðu sinni þar sem fólki eru færðar þakkir fyrir stuðninginn síðustu daga.

„Fjölskyldan vill koma því á framfæri að þau hafa ekki gefið upp vonina og þið ættuð ekki heldur að gera það,“ segir Burkard í færslu sinni.

Færsla Burkard

Leit stendur yfir af í Þingvallavatni af flugvél Haraldar. Sérsveitin og kafarar fá Landhelgisgæslunni voru nú fyrir stundu að búa sig til að fara út á Þingvallavatn með lítinn fjarstýrðan kafbát til leitar í vatni. Fréttablaðið greinir frá því að leitarforritið Find My Iphone hafi verið notað miða úr staðsetningu farsíma sýndi strax í gær að sími eins þeirra sem var um borð í flugvélinni sem leitað er að væri líklega í sunnanverðu Þingvallavatni. Nánar er fjallað um málið á vef Fréttablaðsins.

Find my iphone2.jpg

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slysið í Reynisfjöru: Stúlkan er látin

Slysið í Reynisfjöru: Stúlkan er látin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tókust á við áskoranir þegar versta veðrið gekk yfir Vestmannaeyjar í nótt – Hætt við brennuna af öryggisástæðum

Tókust á við áskoranir þegar versta veðrið gekk yfir Vestmannaeyjar í nótt – Hætt við brennuna af öryggisástæðum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli