fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fréttir

Íslendingar ekki hrifnir af Skaupinu – Ný könnun sýnir hrun í ánægju áhorfenda milli ára

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 3. febrúar 2022 11:19

Áramótaskaupið var í leikstjórn Reynis Lyngdal

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný skoðanakönnu Maskínu bendir til þess að mikið hrun hafi verið á ánægju áhorfenda með Áramótaskaupið milli ára. Samkvæmt könnuninni sögðu 45,1% áhorfenda að Áramótaskaupið 2021 hefði verið mjög gott (14,4%) eða frekar gott (30,7%). Til samanburðar voru 84,7% áhorfenda sem sögðu að Áramótaskaupið árið 2020 hefði verið mjög gott eða frekar gott og 71,2% voru á þeirri skoðun árið 2019.

Könnun var lögð fyrir í Þjóðargátt Maskínu sem dregin er með tilviljun úr Þjóðskrá. Svarendur eru alls staðar af landinu og 18 ára eða eldri. Könnunin fór fram dagana 14. til 19.janúar 2022 og voru svarendur 952 talsins. Alls bárust 905 gild svör, 36 horfðu ekki á Skaupið, 11 sögðust ekki vita neitt um spurninga og einn vildi ekki taka afstöðu.

Leikstjóri Áramótaskaupsins í ár var Reynir Lyngdal en þetta er þriðja árið í röð sem hann heldur um stjórnartaumana. Handritshöfundar Skaupsins voru þau Vilhelm Neto, Bergur Ebbi Benediktsson, Hugleikur Dagsson, Katla Margrét Þorsteinsdóttir, Gagga Jónsdóttir og Lóa Hjálmtýsdóttir.

Íslenskir áhorfendur voru ekki jafnánægðir með skaupið í ár og fyrri ár

Konur voru talsvert ánægðari með Skaupið en karlar. 40% karla sögðu að skaupið hefði verið mjög gott eða frekar gott en rétt rúmlega 50% kvenna. Skiptingin eftir aldri var þó nokkuð svipuð.

Þá var áberandi hvað kjósendur Pírata og Vinstri-Grænna voru ánægðari með Skaupið samanborið við kjósendur annarra stjórnmálaflokka. 60,7% kjósenda Vinstri Grænna töldu að skaupið hefði verið mjög gott eða frekar gott á meðan 55,3% kjósenda Pírata voru á sama máli. Kjósendur Miðflokksins voru hins vegar síst hrifnir af Skaupinu en aðeins 33,4% þeirra voru ánægðir með þáttinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Svíþjóð brást of seint við skipulagðri glæpastarfsemi – Ísland hefur enn tíma

Svíþjóð brást of seint við skipulagðri glæpastarfsemi – Ísland hefur enn tíma
Fréttir
Í gær

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 6 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar