fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Fréttir

Hjarðónæmi á Hamborgarafabrikkunni – Allir staðir hafa opnað á nýjan leik

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 28. janúar 2022 18:05

Jóhannes Ásbjörnsson einn eigandi Fabrikunnar Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og fram kom í fréttum á dögunum þá þurfti Hamborgarafabrikkan að loka stöðum sínum á Höfðatorgi og í Kringlunni vegna sóttkvíar og einangrun starfsmanna.

Staðirnir, sem voru lokaðir í alls fimm daga, opnuðu aftur um leið og starfshópurinn losnaði úr prísundinni og segir Jóhannes Ásbjörnsson, talsmaður Gleðipinna, að starfsfólk hafi mætt endurnært til starfa.

„Ef við lítum á kómísku hliðarnar þá sýnist mér Fabrikkan vera fyrsti veitingastaðurinn sem nær hinu eftirsótta hjarðónæmi, allavega samkvæmt þeim viðmiðum sem eru í umræðunmni,“ segir Jóhannes.

Þetta er í fyrsta skipti sem Hamborgarafabrikkunni hefur verið lokað frá því að hún opnaði dyrnar árið 2010. „Þetta er bara hluti af þessari baráttu við blessuðu veiruna, sem er vonandi á lokametrunum. Starfsfólk Fabrikkunnar er allavega endurnært og orkumikið og hlakkar til komandi mánaða,“ bætir Jóhannes við að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eitt stórt drullusvað að eldgosinu – „Þeim er alveg sama um hvað fólki finnst. Þetta snýst allt um peninga“

Eitt stórt drullusvað að eldgosinu – „Þeim er alveg sama um hvað fólki finnst. Þetta snýst allt um peninga“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Súlunesmálið: Blóðslettur víða um húsið og lögregla óttast ofríki Margrétar gegn móður sinni

Súlunesmálið: Blóðslettur víða um húsið og lögregla óttast ofríki Margrétar gegn móður sinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Trump leggur 15 prósent toll á vörur frá Íslandi

Trump leggur 15 prósent toll á vörur frá Íslandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sveinn Gauti sakar Moggann um falsfréttaflutning – „Fréttir sem þessar draga að ósekju úr trausti almennings“

Sveinn Gauti sakar Moggann um falsfréttaflutning – „Fréttir sem þessar draga að ósekju úr trausti almennings“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins