fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Tæpur þriðjungur leikskólabarna og 21% grunnskólabarna í Reykjavík fjarverandi í gær

Erla Hlynsdóttir
Þriðjudaginn 18. janúar 2022 14:09

Mynd:/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

717 starfsmenn í leikskólum borgarinnar, grunnskólum, frístundaheimilum, félagsmiðstöðvum og skólahljómsveitum voru frá vinnu í gær, mánudaginn 17. janúar, vegna einangrunar eða sóttkvíar af völdum Covid-19. Þetta jafngildir 12,2% starfsmanna og er hlutfallið tveimur prósentustigum hærra en það var mánudaginn 10. janúar þegar það var 10,2% og 5% prósentustigum hærra en 3. janúar en þá var hlutfallið 7,3%. Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar.

Tæplega 1400 greindust með kórónuveiruna í gær og er hátt í helmingur þeirra börn undir sextán ára aldri.

Á vef Reykjavíkurborgar segir:

Leikskólar í Reykjavík
• Í leikskólum voru 406 starfsmenn í einangrun eða sóttkví sem jafngildir 17,1% af starfsmanna. Það er hækkun úr 14,3% sem var hlutfallið fyrir viku.
• Þá voru í gær tæplega 2.000 börn skráð fjarverandi ýmist vegna veikinda, sóttkvíar eða annarra forfalla í leikskólum borgarinnar sem er 31% leikskólabarna.
• Í um 31% allra leikskóla í borginni var a.m.k. einni deild lokað. Tveir leikskólar voru alveg lokaðir þennan dag.

Grunnskólar í Reykjavík
• Í grunnskólum voru 252 starfsmenn fjarverandi í beinum tengslum við Covid-19. Það gerir 8,6% starfsmanna og er hækkun úr 7,4% fyrir viku.
• Rúmlega 3.300 börn voru fjarverandi í grunnskólum borgarinnar ýmist vegna veikinda, sóttkvíar eða annarra forfalla eða 21% nemenda.
• Einn skóli var alveg lokaður vegna einangrunar og sóttkvía starfsfólks.

Frístundastarf í Reykjavík
• Í frístundaheimilum og sértækum félagsmiðstöðvum voru 30 starfsmenn í einangrun eða sóttkví eða 8,8% starfsmanna og er það aukning úr 7,5% fyrir viku.
• Rúmlega 450 börn voru fjarverandi ýmist vegna veikinda, sóttkvíar eða annarra forfalla í frístundaheimilum og sértækum félagsmiðstöðvum sem gerir 27% barna.
• Í félagsmiðstöðvum voru 27 starfsmenn í einangrun eða sóttkví sem jafngildir 16,1% starfsmanna og er það fækkun úr 9,5% fyrir viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“