fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fréttir

Sema segir logið að íslenskum neytendum og varar við tilteknum tegundum veganfæðis

Ritstjórn DV
Laugardaginn 8. janúar 2022 17:30

mynd/samsett DV Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sema Erla Serdar, aðgerðasinni og formaður Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, varar eindregið við kaupum á tilteknum tegundum veganfæðis á Twitter og segir að verið sé að ljúga að neytendum.

„Nú þegar Veganúar er kominn á fullt er ástæða til að minna á að Hälsans Kök er ísraelsk framleiðsla í eigu fyrirtækis sem starfar á landránsbyggðum og hagnast með beinum hætti á þjóðarmorði á palestínsku þjóðinni,“ segir Sema í færslu á Twitter í gær og birtir myndir af vörum Hälsans Kök og skjáskot af færslu ísraelska hersins þar sem fram kemur að her Ísraelsmanna sé „mest Vegan her í heimi.“

„Ekki taka þátt í veganwashing Ísraela. Fullt annað til!“ bætir Sema svo við.

„Veganwashing“ er vafalaust nýtt hugtak í orðabókum flestra, en á vefsíðunni Urban Dictionary er orðið skilgreint sem sagnorð og merkir að nýta sér stöðu grænkera og baráttu þeirra í samfélaginu og vinsældir þeirra með það að markmiði að ná fram tilteknum pólitískum áherslum eða markmiðum, án þess þó að styðja raunverulega baráttu veganfólks.

Sema heldur áfram:

Veganwashing er hluti af ímyndarherferð ísraelskra stjórnvalda sem er svo ótrúlega árangursrík að Hälsans kök er markaðsett/auglýst sem sænsk framleiðsla. Það er bara logið að neytendum.

Færslu Semu má sjá hér að neðan í heild sinni.

Hälsans Kök er flutt inn af Danól sem er í eigu Ölgerðarinnar. Fyrirtækið er vissulega sænskt og ber sænskt nafn. Það er hins vegar eitt fjölmargra matvælafyrirtækja í eigu svissneska risans Nestlé. Fyrirtækið er stærsta matvælaframleiðslu og sölu fyrirtæki heims.

Inni á heimasíðu Hälsans Kök kemur hins vegar, vissulega, fram að hluti varanna séu framleiddar á svokölluðu kibbutz í Ísrael. Kibbutz eru ísraelsk samyrkjubú sem eru oft, en ekki alltaf, reist á landnemasvæðum gyðinga innan svæða Palestínumanna samkvæmt landamærunum fyrir Sex daga stríðið árið 1967. Þau landamæri eru gjarnan notuð til þess að marka línuna milli svæða Palestínumanna á Vesturbakkanum og Ísraels.

„Flestar vörur okkar koma frá Krupka í Tékklandi,“ segir á heimasíðu Hälsans Kök. Aðrar vörur koma frá kibbutzinu Lohanei HaGetaot, sem er í Haifa í norðurhluta Ísrael. Það svæði tilheyrir hins vegar ekki hernumdu svæðum Vesturbakkans og raunar segir Hälsans Kök á heimasíðu sinni ekki framleiða neinar vörur á hernumdum svæðum. „Þú getur alltaf lesið í hvaða landi varan er framleidd á bakhluta pakkningarinnar,“ segir þar jafnframt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti
Fréttir
Í gær

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér