fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Fréttir

Jón lenti í ýtinni símasölukonu eftir andlát eiginkonunnar – „Ömurlegt tillitsleysi og ægileg frekja“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 7. janúar 2022 09:21

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Sigmar Sigmarsson, 50 ára íbúi á Borgarfirði eystra. Hann varð fyrir þeirri reynslu að missa konuna sína vegna veikinda í upphafi ársins. Sama dag hringdi kona sem var að safna fé fyrir Umhyggju, félag langveikra barna.

Jón Sigmar sagði ekki standa vel á hjá sér þar sem hann hefði misst eiginkonu sína fyrr um daginn en konan í símanum gaf sig ekki og spurði: „Má ég samt ekki bjóða þér að greiða eina þrjú þúsund króna eingreiðslu?“ Honum misbauð svo að hann skellti á. Fréttablaðið greinir frá.

„Þetta er ömurlegt tillitsleysi og ægileg frekja,“ segir Jón Sigmar í samtali við Fréttablaðið.

Árný Ingvarsdóttir, framkvæmdastýra Umhyggju, segir þetta forkastanleg vinnubrögð og hefur óskað eftir skýringum. Verktakafélag hringi út fyrir félagið vegna söfnunar.

Hér má lesa umfjöllun Fréttablaðsins í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varaþingmaður segir fjölmiðla og stjórnvöld hafa farið fram með offorsi – Ekki hættulegra að búa í Grindavík en víða annars staðar

Varaþingmaður segir fjölmiðla og stjórnvöld hafa farið fram með offorsi – Ekki hættulegra að búa í Grindavík en víða annars staðar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríska vegabréfið aldrei jafn máttlaust og nú – Flest evrópsk vegabréf sterkari

Bandaríska vegabréfið aldrei jafn máttlaust og nú – Flest evrópsk vegabréf sterkari