fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
Fréttir

Meiðyrðamáli Ingólfs gegn Sindra frestað

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 5. janúar 2022 12:06

Ingólfur Þórarinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsta meiðyrðamál tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar, sem er hvað þekktastur sem Ingó veðurguð, átti að vera tekið fyrir í héraðsdómi næstkomandi föstudag en því hefur verið frestað vegna sóttkvíar lögmanns í málinu.

Málið er höfðað gegn Sindra Þór Hilmari-Sigríðarsyni, markaðsstjóra hjá Tjarnarbíó og aktívista, og er byggt á kröfubréfi sem Vilhjálmur Vilhjálmsson lögmaður sendi í júlí en Vilhjálmur var þá lögmaður Ingólfs.

Auður Björg Jónsdóttir, núverandi lögmaður Ingólfs, segir í samtali við RÚV, sem greindi fyrst frá, að ekki sé búið að þingfesta fleiri stefnur. Sindri var ekki sá eini sem fékk kröfubréf frá Ingólfi, alls voru kröfubréfin 5 og samtals var krafist 14 milljóna íslenskra króna.

Auk Sindra fengu þau Edda Falak, hlaðvarpsstjórnandi og þjálfari, Ólöf Tara Harðardóttir, einkaþjálfari og meðlimur Öfga Kristlín Dís Ingilínardóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu og Erla Dóra Magnúsdóttir, blaðamaður á DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nýjar upplýsingar um bensínþjófagengið – „Ég stoppa hann og spyr af hverju hann stal frá okkur“

Nýjar upplýsingar um bensínþjófagengið – „Ég stoppa hann og spyr af hverju hann stal frá okkur“
Fréttir
Í gær

Kolbrún segir stjórnarandstöðuna senda þjóðinni fingurinn – Hvatningin hafi komið frá SFS

Kolbrún segir stjórnarandstöðuna senda þjóðinni fingurinn – Hvatningin hafi komið frá SFS
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump sagður sjaldan hafa lagst jafn lágt í hefnigirni – Fjandmaður sviptur aðgangi að hundi sem hann borgaði fyrir

Trump sagður sjaldan hafa lagst jafn lágt í hefnigirni – Fjandmaður sviptur aðgangi að hundi sem hann borgaði fyrir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rýnt í grein varaþingmanns um meintan feluleik – Hálfsannleikur, talnaleikir og fullyrðingar sem halda engu vatni

Rýnt í grein varaþingmanns um meintan feluleik – Hálfsannleikur, talnaleikir og fullyrðingar sem halda engu vatni