fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Fréttir

Íbúi í Mosfellsbæ fékk leiðinlega heimsókn á nýársdag – Unglingarnir mættu vopnaðir hömrum í garðinn

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 3. janúar 2022 20:00

Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á nýársdag fékk íbúi í Mosfellsbæ ansi leiðinlega heimsókn í garðinn sinn. Tveir unglingar gerðu sér ferð í garð íbúans og nágranna hans og frömdu skemmdarverk á skrautsteinum í görðunum.

Íbúinn greinir frá þessu í færslu sem birt var í hverfishóp Mosfellinga á Facebook. „Unglingarnir notuðu hamra og eyðilögðu alla steinana og tóku einhverja með sér, þetta er leiðindaatvik,“ segir íbúinn í færslunni og kallar svo eftir því að foreldrar ræði við börn sín vegna málsins.

„Það væri gott ef foreldrar töluðu við börnin sín og segðu þeim að það er ekki í lagi að eyðileggja hluti hjá öðrum.“

DV ræddi við íbúann sem segist ekkert vita hvort fleiri hafi orðið fyrir barðinu á skemmdarvörgunum. „Þetta er bara skemmdarfísn ekkert annað,“ segir íbúinn í samtali við blaðamann.

„Ég er með myndavélakerfi á húsinu þannig að ég skoðaði hvað þau voru að gera og þetta var bara engin ástæða fyrir verknaðnum“

Þá birti íbúinn mynd, sem sjá má hér fyrir neðan, af skemmdarvörgunum í færslunni en erfitt er að sjá hverjir það eru sem frömdu verknaðinn þar sem andlit þeirra eru hulin fatnaði.

Mynd/Facebook

Ljóst er að íbúar Mosfellsbæjar eru allt annað en sáttir með skemmdarverkin en færslan vakti mikil reiði- og sorgarviðbrögð hjá meðlimum hverfishópsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mökkaður Teslu-eigandi fær ekki bætur frá VÍS eftir að hafa rústað bílnum

Mökkaður Teslu-eigandi fær ekki bætur frá VÍS eftir að hafa rústað bílnum
Fréttir
Í gær

Varaþingmaður segir fjölmiðla og stjórnvöld hafa farið fram með offorsi – Ekki hættulegra að búa í Grindavík en víða annars staðar

Varaþingmaður segir fjölmiðla og stjórnvöld hafa farið fram með offorsi – Ekki hættulegra að búa í Grindavík en víða annars staðar
Fréttir
Í gær

Dó í farþegaflugi skammt frá Íslandi – Nú veit enginn hvar líkið er niðurkomið

Dó í farþegaflugi skammt frá Íslandi – Nú veit enginn hvar líkið er niðurkomið
Fréttir
Í gær

Enn fleiri skilaboð Trump til Epstein líta dagsins ljós – „Þú ert bestur“

Enn fleiri skilaboð Trump til Epstein líta dagsins ljós – „Þú ert bestur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hulk Hogan látinn

Hulk Hogan látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bruninn í Tryggvagötu 4-6: Tveir kettir fundust látnir í gærkvöldi – „Hann fær enga aðstoð hjá félagsmálayfirvöldum“

Bruninn í Tryggvagötu 4-6: Tveir kettir fundust látnir í gærkvöldi – „Hann fær enga aðstoð hjá félagsmálayfirvöldum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Falsaðar auglýsingar fyrir þyngdarstjórnunarlyf hýstar á Íslandi – Nota andlit þekkts sjónvarpsfólks

Falsaðar auglýsingar fyrir þyngdarstjórnunarlyf hýstar á Íslandi – Nota andlit þekkts sjónvarpsfólks
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur dala í könnun eftir málþófið – Samfylking langstærst

Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur dala í könnun eftir málþófið – Samfylking langstærst