fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
Fréttir

Kyngreindir flokkar heyra sögunni til á íslensku tónlistarverðlaununum

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 2. janúar 2022 13:52

Bríet verður sú síðasta sem hampar nafnbótinni söngkona ársins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðstandendur Íslensku tónlistarverðlaunanna hafa tekið þá ákvörðun að fella út þá kyngreindu flokka sem eftir standa frá og með verðlaunahátíðinni 2022. Það verða því ekki sérverðlaun fyrir söngvara og/eða söngkonur. Flokkarnir verða sameinaðir og verðlaun veitt fyrir söng ársins, hvers kyns sem viðkomandi er.

Kristján Freyr, framkvæmdastjóri Íslensku tónlistarverðlaunanna, segir þetta tákn um nýja tíma og að einhugur aðildarfélaga tónlistarfólks hafi verið algjör um þessa ákvörðun. „Nýtt og betra samfélag kallar eftir álíka breytingum og sýnir að við erum ekki lengur svo pólaríseruð eða bara tvívíð. Við erum alls konar, sís, trans, intersex, kynsegin; konur, karlar og kvár. Kynin eru ekki bara í steríó.“

Högni Egilsson var valinn söngvari ársins í fyrra

Það lítur því út fyrir að þeir söngvarar og söngkonur sem hlutu verðlaun í sínum flokkum í apríl síðastliðinn hafi verið þau síðustu að hljóta þá nafnbót. Það voru þau Högni Egilsson, Bríet Ísis Elfar, Álfheiður Erla Guðmundsdóttir og Stuart Skelton sem voru söngvarar og söngkonur ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum 2021.

Íslensku tónlistarverðlaunin verða veitt í mars 2022 en tónlistarárið 2021 var gríðarlega gjöfult og með þeim betri til síðari ára. Opnað var fyrir innsendingar til verðlaunanna
1. janúar á Iston.is.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“