fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Fréttir

Happdrætti Háskólans kært til lögreglunnar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 22. september 2021 09:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtök áhugafólks um spilafíkn (SÁS) hafa kært Happdrætti Háskóla Íslands (HHÍ) og Háspennu ehf. til lögreglunnar vegna brota á lögum um fjárhættuspil. Heldur SÁS því fram að rekstur spilakassa Háspennu og hagnaður af þeim rekstri sé ekki í neinu samræmi við þær undanþágur sem HHÍ nýtur frá banni við fjárhættuspilum í atvinnuskyni.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að SÁS geri þá kröfu að lögreglan rannsaki starfsemi Háspennu og HHÍ og benda samtökin á að í undanþáguákvæðum sem HHÍ starfar eftir séu engar heimildir til að útvista rekstri spilakassa.

Það er refsivert að gera sér fjárhættuspil að atvinnu hér á landi og með því að afla sér tekna með því að láta fjárhættuspil fara fram í húsnæði viðkomandi.

Það er Háspenna sem rekur spilakassa á vegum HHÍ og segir í kæru SÁS að Háspenna hafi haft „ríflegar tekjur af starfsemi sem hugsanlega er bæði ólögmæt og refsiverð“.

Segja samtökin að samkvæmt ársreikningi Háspennu fyrir árin 2018 og 2019 hafi tekjur fyrirtækisins verið um 345 milljónir. Einnig benda samtökin á að rekstur Háspennu sé flokkaður sem fjárhættu- og veðmálastarfsemi í fyrirtækjaskrá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fá ekki meiri bætur vegna Suðurlandsskjálftans

Fá ekki meiri bætur vegna Suðurlandsskjálftans
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Móðir dæmd fyrir vanrækslu – Tæplega 3 ára sonurinn hljóp um gistiheimilið með glerfót af vínglasi í munninum

Móðir dæmd fyrir vanrækslu – Tæplega 3 ára sonurinn hljóp um gistiheimilið með glerfót af vínglasi í munninum
Fréttir
Í gær

Róbert: Reykjavík eina höfuðborg Norðurlanda með alla borgarfulltrúa í fullu starfi

Róbert: Reykjavík eina höfuðborg Norðurlanda með alla borgarfulltrúa í fullu starfi
Fréttir
Í gær

Stjórnarþingmaður segir símabann í skólum gagnslaust – Borgarfulltrúi ekki sammála – „Jákvæðara að unglingar fari í göngutúr til að vera í símanum“

Stjórnarþingmaður segir símabann í skólum gagnslaust – Borgarfulltrúi ekki sammála – „Jákvæðara að unglingar fari í göngutúr til að vera í símanum“
Fréttir
Í gær

93 ára gamall maður handtekinn fyrir morð á eiginkonu sinni í Kaliforníu – Beið á bílastæði eftir lögreglunni

93 ára gamall maður handtekinn fyrir morð á eiginkonu sinni í Kaliforníu – Beið á bílastæði eftir lögreglunni
Fréttir
Í gær

Nágranni frá helvíti býr enn í Bríetartúni – Tveir sjúkrabílar og fjórir lögreglubílar komu um síðustu helgi

Nágranni frá helvíti býr enn í Bríetartúni – Tveir sjúkrabílar og fjórir lögreglubílar komu um síðustu helgi
Fréttir
Í gær

Skoða ætti flugeldanotkun ofan í kjölinn æsingalaust – „Hátt í tugur hættulegra þungmálma sem eyðast ekki“

Skoða ætti flugeldanotkun ofan í kjölinn æsingalaust – „Hátt í tugur hættulegra þungmálma sem eyðast ekki“
Fréttir
Í gær

Óvíst hvort og hvenær hægt verður að sækja líkamsleifar Kjartans

Óvíst hvort og hvenær hægt verður að sækja líkamsleifar Kjartans