fbpx
Mánudagur 12.janúar 2026
Fréttir

Happdrætti Háskólans kært til lögreglunnar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 22. september 2021 09:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtök áhugafólks um spilafíkn (SÁS) hafa kært Happdrætti Háskóla Íslands (HHÍ) og Háspennu ehf. til lögreglunnar vegna brota á lögum um fjárhættuspil. Heldur SÁS því fram að rekstur spilakassa Háspennu og hagnaður af þeim rekstri sé ekki í neinu samræmi við þær undanþágur sem HHÍ nýtur frá banni við fjárhættuspilum í atvinnuskyni.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að SÁS geri þá kröfu að lögreglan rannsaki starfsemi Háspennu og HHÍ og benda samtökin á að í undanþáguákvæðum sem HHÍ starfar eftir séu engar heimildir til að útvista rekstri spilakassa.

Það er refsivert að gera sér fjárhættuspil að atvinnu hér á landi og með því að afla sér tekna með því að láta fjárhættuspil fara fram í húsnæði viðkomandi.

Það er Háspenna sem rekur spilakassa á vegum HHÍ og segir í kæru SÁS að Háspenna hafi haft „ríflegar tekjur af starfsemi sem hugsanlega er bæði ólögmæt og refsiverð“.

Segja samtökin að samkvæmt ársreikningi Háspennu fyrir árin 2018 og 2019 hafi tekjur fyrirtækisins verið um 345 milljónir. Einnig benda samtökin á að rekstur Háspennu sé flokkaður sem fjárhættu- og veðmálastarfsemi í fyrirtækjaskrá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Klerkastjórnin í Íran sögð aldrei hafa staðið verr að vígi

Klerkastjórnin í Íran sögð aldrei hafa staðið verr að vígi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hefur Ragnar Þór sagt í gegnum árin um málaflokkana sem heyra undir ráðuneyti hans

Þetta hefur Ragnar Þór sagt í gegnum árin um málaflokkana sem heyra undir ráðuneyti hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvetur ríkisstjórnina til að hætta að nota X út af barnakláminu þar – „Ekki forsvaranlegt að nota þennan miðil mínútu lengur“

Hvetur ríkisstjórnina til að hætta að nota X út af barnakláminu þar – „Ekki forsvaranlegt að nota þennan miðil mínútu lengur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir ICE-fulltrúans kemur honum til varnar – „Ég gæti ekki verið stoltari af honum“

Faðir ICE-fulltrúans kemur honum til varnar – „Ég gæti ekki verið stoltari af honum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stálu Pokemon myndum fyrir tug milljónir króna – Lögregla í L.A. rannsakar hvort tvö mál tengist

Stálu Pokemon myndum fyrir tug milljónir króna – Lögregla í L.A. rannsakar hvort tvö mál tengist
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ákærður fyrir kynferðislega áreitni

Ákærður fyrir kynferðislega áreitni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hafnsögumaður fær ekki skaðabætur eftir að komið var í veg fyrir stórslys við Faxaflóa – Reynslan og menntunin vann gegn honum

Hafnsögumaður fær ekki skaðabætur eftir að komið var í veg fyrir stórslys við Faxaflóa – Reynslan og menntunin vann gegn honum