fbpx
Sunnudagur 27.nóvember 2022
Fréttir

Lenya Rún er íslenskur frambjóðandi sem verður fyrir rasisma – „Þetta er ekkert nýtt fyrir mig en hefur aldrei stoppað mig“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 2. september 2021 11:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lenya Rún Taha Karim er fædd og uppalin á Íslandi, hún gekk í Salaskóla, Menntaskólann við Sund og er núna í Háskóla Íslands. Lenya Rún, sem er fædd árið 1999, hefur sterka stöðu í samfélaginu miðað við aldur sinn, og er mjög félagslega virk. En hún verður fyrir rasisma vegna þess að hún er brún á hörund. Foreldrar hennar eru frá Kúrdistan en Lenya fæddist hér eftir að þau fluttust til Íslands.

Lenya Rún er nú í framboði fyrir Pírata og skipar þriðja sætið á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hún er í laganámi í Háskóla Íslands.

Undanfarið hefur hún fengið neikvæð skilaboð frá fólk sem finnst að „útlendingur“ eins og hún eigi ekki að vera í framboði. Grein sem Lenya Rún birti á Vísir.is um þetta vakti athygli blaðamanns DV sem hafði samband við hana:

„Þetta er ekkert nýtt fyrir mig en hefur aldrei stoppað mig. Þetta er eitthvað sem maður elst upp við og bara venst – eins sorglegt og það er,“ segir hún. Greinina birti hún ekki til að barma sér heldur til að vekja athygli á hlutskipti raunverulegra útlendinga á Íslandi, sem eru samfélaginu afar mikilvægir, en verða án nokkurs vafa fyrir útlendingaandúð, miðað við reynslu Lenyu Rún af fordómum, þó að hún sé fædd og uppalin á Íslandi:

„Mér finnst það vera frekar augljóst að það eru einhverjir samfélagslegir fordómar gegn útlendingum hér á Íslandi og mér fannst mikilvægt að skrifa þessa grein, ekki til að barma mér heldur til að minna á útlendinga á Íslandi. Þeir eru ómissandi. En miðað við hakakrossana og skilaboðin þá er ljóst að við þurfum að tala um hvernig við komum fram við útlendinga,“ segir Lenya Rún ennfremur í samtali við DV og vísar hún hér meðal annars til atviks sem DV og fleiri miðlar greindu frá fyrir stuttu, er fyrirsætan Birta Þórhallsdóttir varð fyrir því að límmiða með hakakrossi og slagorðinu „We are everywhere“ voru límdir yfir augu hennar á auglýsingaskilti frá Ölgerðinni.

 Sjá einnig: Birta er fyrirsætan í auglýsingu Ölgerðarinnar – Hakakross yfir augun – „Við þurfum að rífa hatrið upp með rótum“

Ótal nafnlaus skilaboð

Í grein Lenyu Rúnar á Vísir.is segir:

„Síðustu vikur og mánuði hef ég reynt að vera sýnileg í framboði mínu til Alþingis, enda er það venjan í kosningabaráttu. Það hefur hins vegar farið fyrir brjóstið á mörgu fólki, ekki vegna þess að ég er Pírati og þau eru ósammála mér, heldur vegna þess að þau telja mig vera „útlending.”

Ég hef fengið ótal nafnlaus skilaboð á samfélagsmiðlum að undanförnu þar sem ég er minnt á að ég sé brúnni en margir. Svo er nafnið mitt líka öðruvísi. Það eitt og sér er nóg fyrir nafnlausa liðið til að efast um kjörgengi mitt. Það er algjör óþarfi að fara út í efni skilaboðanna, þetta er bara gamaldags rasismi sem ég hef heyrt margoft áður.“

„Nafnlausa liðið“ gerir sér ekki grein fyrir því að Lenya Rún er fædd og uppalin í Kópavogi, hefur búið nær allt sitt líf á Íslandi og farið í gegnum íslenskt skólakerfi. „Ég er með traust öryggisnet á Íslandi; ég á fjölskyldu hér, góða vini og bý í öruggu húsnæði. Ég er því í betri stöðu en mörg – ekki síst þegar horft er til þeirra fjölmörgu „raunverulegu” útlendinga sem láta þetta samfélag okkar ganga,“ segir hún ennfremur. Greinina skrifar hún ekki til að vekja athygli á sínu hlutskipti heldur á stöðu raunverulegra útlendinga á Íslandi:

„Um fimmti hver á íslenskum vinnumarkaði er af erlendu bergi brotinn. Sama hvort það er í ferðaþjónustu, fiskvinnslu, veitingarekstri, félagsþjónustu eða byggingariðnaði þá eru útlendingar á Íslandi ómissandi. Ég endurtek: Ísland myndi einfaldlega ekki ganga án útlendinga.

Við lifum hins vegar á tímum þar sem hatursorðræða í garð útlendinga og Íslendinga með erlendan bakgrunn fær að grassera. Þar sem nasistar festa hakakrossa á auglýsingaskilti af Birtu vinkonu minni og skrifa „Við erum alls staðar.” Þetta er alvarleg þróun og það væri ábyrgðarlaust að taka hana ekki alvarlega.“

Íslendingar aðlagist útlendingum

Lenya Rún segir það mikilvægt að aðfluttir útlendingar á Íslandi aðlagist samfélaginu en það sé líka mikilvægt að Íslendingar aðlagist útlendingum:

„Við tölum oft um að auðvelda útlendingum að aðlagast samfélaginu á Íslandi – sem er auðvitað gríðarlega mikilvægt. Það gerir engum gott að vera hornreka í samfélaginu, hvort sem það eru útlendingar eða Íslendingar. Þess vegna er svo mikilvægt að styðja við fjölmenningarsetur, íslenskunám og aðra kennslu sem auðveldar fólki að komast inn í samfélagið sem fyrst og byrja að gefa af sér.

Við tölum hins vegar minna um hina hliðina á peningnum. Að auðvelda Íslendingum að aðlagast útlendingum. Eins og ég sagði áður þá eru útlendingarnir í íslensku samfélagi fjöldamargir og auðvitað eru það viðbrigði fyrir fólk þegar allt í einu heyrast ólík tungumál á vinnustaðnum og fólk með framandi nöfn og öðruvísi litarhaft eru á hverju strái. Það er eðlilegt að einhverjum finnist það óvenjulegt og við megum ekki gera lítið úr því.

Þvert á móti held ég að það væri miklu farsælla að við hefðum það í huga og ávörpuðum það, hvort sem það væri í formi einhverrar herferðar eða formlegrar fræðslu. Fyrsta skrefið gæti til dæmis verið samfélagsátak um mikilvægi útlendinga fyrir íslenskt þjóðfélag. Ef við viljum tryggja góð lífskjör hér til framtíðar þá getum við einfaldlega ekki án þeirra verið.“

 

Grein Lenyu Rúnar má lesa hér

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Játar að hafa rifið upp hurðina á bíl barnsmóður sinnar og beitt hana ofbeldi

Játar að hafa rifið upp hurðina á bíl barnsmóður sinnar og beitt hana ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lukashenko hvetur Úkraínumenn til að hætta að berjast til að sleppa við „tortímingu“

Lukashenko hvetur Úkraínumenn til að hætta að berjast til að sleppa við „tortímingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn elskaðasti köttur landsins slasaður eftir að hafa orðið fyrir bíl

Einn elskaðasti köttur landsins slasaður eftir að hafa orðið fyrir bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump kærður af konu sem sakaði hann um nauðgun

Trump kærður af konu sem sakaði hann um nauðgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sú sem sökuð hefur verið um kynferðisbrot starfaði ekki með börnum

Sú sem sökuð hefur verið um kynferðisbrot starfaði ekki með börnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Biggi lögga segir áhugaleysið sorglegt – „Við getum ekki lengur bent í aðrar áttir og beðið eftir að eitthvað gerist af sjálfu sér“

Biggi lögga segir áhugaleysið sorglegt – „Við getum ekki lengur bent í aðrar áttir og beðið eftir að eitthvað gerist af sjálfu sér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Strætó nánast ógjaldfært og skipta þarf út Klapp-skönnum – Gagnrýnir Dag borgarstjóra fyrir að mæta ekki á mikilvægan fund um stöðuna

Strætó nánast ógjaldfært og skipta þarf út Klapp-skönnum – Gagnrýnir Dag borgarstjóra fyrir að mæta ekki á mikilvægan fund um stöðuna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hefndaraðgerðir halda áfram vegna hnífaárásarinnar – Reyksprengju grýtt inn á Paloma

Hefndaraðgerðir halda áfram vegna hnífaárásarinnar – Reyksprengju grýtt inn á Paloma