fbpx
Föstudagur 24.október 2025
Fréttir

Ölvuð kona ók umferðarskilti niður – Viðskotaillur þjófur

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 31. ágúst 2021 06:04

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tíunda tímanum í gærkvöldi sáu lögreglumenn að kona ók niður umferðarskilti í Breiðholti. Hún er grunuð um ölvun við akstur og var því handtekin. Hún var vistuð í fangageymslu að sýnatöku lokinni. Á öðrum tímanum í nótt höfðu lögreglumenn afskipti af manni fyrir utan verslun í Breiðholti. Sá var mjög ölvaður og hafði stungið töluvert af vörum á sig áður en hann gekk út úr versluninni. Starfsmaður verslunarinnar hafði afskipti af honum en hann brást illa við því og reyndi að komast undan á rafskútu. Maðurinn afhenti lögreglunni allar vörurnar sem hann hafði stolið.

Þrír ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn þeirra var einnig staðinn að ítrekuðum akstri sviptur ökuréttindum.

Í Árbæ var brotist inn í 9 geymslur í fjölbýlishúsi og ýmsum verðmætum stolið, þar á meðal dýru fjallahjóli.

Tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í Bústaðahverfi í nótt. Þeir óku á 124 km/klst og 123 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði er 80 km/klst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

HMS hefur greint hvers vegna nýjar íbúðir seljast illa – „Þær eru dýrar“

HMS hefur greint hvers vegna nýjar íbúðir seljast illa – „Þær eru dýrar“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Eva Sóley: „Þegar einstaklingur fær stimpilinn „glæpamaður“ er erfitt að losna við hann“

Eva Sóley: „Þegar einstaklingur fær stimpilinn „glæpamaður“ er erfitt að losna við hann“
Fréttir
Í gær

Guðrún um áfallið á Grundartanga – „Þarna munu tapast útflutningstekjur upp á tugi milljarða“

Guðrún um áfallið á Grundartanga – „Þarna munu tapast útflutningstekjur upp á tugi milljarða“
Fréttir
Í gær

Ökuníðingur ákærður eftir stórháskalegan akstur í Reykjanesbæ

Ökuníðingur ákærður eftir stórháskalegan akstur í Reykjanesbæ