fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Búast við hinu versta varðandi fjölda kórónuveirusmita

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 3. ágúst 2021 09:00

Frá skimun á Keflavíkurflugvelli. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær höfðu um þrjú þúsund manns skráð sig í skimun fyrir COVID-19 þegar Fréttablaðið ræddi við Óskar Reykdalsson, forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hann sagði að 1.700 hefðu skráð sig í einkennasýnatöku og hinir í sóttkví. „Það er kannski örlítið meira en hefur venjulega verið, en samt minna en var núna í síðustu viku á þessum tíma dags. Það hefur því ekki orðið nein holskefla eftir verslunarmannahelgi,“ sagði hann.

Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, sagði að staðan væri sérstök því verslunarmannahelgin hafi verið um liðna helgi og því kannski eðlilegt að sýnatökur hafi verið færri en í vikunni á undan en samt hafi mörg sýni verið tekin. „Maður hefur séð það á röðunum við Suðurlandsbrautina að fólk er að fara í sýnatöku, sem er jákvætt og við búumst við að í næstu viku muni bætast verulega í það. Tölurnar síðustu tvo daga eru kannski ekki alveg það sem við höldum að verði í næstu viku. Auðvitað vona allir hið besta en búast frekar við hinu versta,“ sagði hún. Hún sagði einnig að fólk sé undir það búið að smitin verði fleiri næstu daga en voru um helgina.

Hún sagðist telja að þróunin í næstu viku muni skýra enn frekar hverjir verða í áhættuhópum vegna Deltaafbrigðisins og þannig fáist skýr mynd af þessari fjórðu bylgju sem nú ríður yfir landið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega
Fréttir
Í gær

Þrettán ára stúlka grunuð um morð í Bretlandi

Þrettán ára stúlka grunuð um morð í Bretlandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Breskur stjórnmálaleiðtogi dæmdur fyrir að þiggja mútur – Talaði máli rússneskra yfirvalda

Breskur stjórnmálaleiðtogi dæmdur fyrir að þiggja mútur – Talaði máli rússneskra yfirvalda
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt