fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Allt stopp í Kömbunum eftir þriggja bíla árekstur

Heimir Hannesson
Laugardaginn 24. júlí 2021 14:32

Kambarnir mynd/Vilhelm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gríðarlegar tafir eru nú á umferðarflæði á austurleið yfir Hellisheiði vegna þriggja bíla áreksturs sem varð við Hveragerði á Þjóðvegi 1. Samkvæmt viðmælanda DV nær bílaröðin frá Hveragerði upp Kambana og upp á Hellisheiði.

Engar upplýsingar hafa fengist enn frá lögreglunni á Suðurlandi um hvort áreksturinn hafi verið alvarlegur eða hvort einhverjir hafa slasast. Samkvæmt upplýsingum DV hefur veginum ekki verið lokað, en gríðarmiklar tafir eru engu að síður á umferð, sem fyrr segir.

Gríðarlega margir eru nú á ferðalagi um landið og mikil umferð mælst á vegum landsins síðustu daga. Þúsundir sleiktu sólina fyrir austan og norðan undanfarnar vikur, en af samfélagsmiðlum mátti ráða að þjóðin væri þar öll samankomin í leit að sól og sumaryl.

Búast má við þungri umferð næstu daga, sér í lagi á köflum Suðurlandsvegs og Vesturlandsvegs næst Reykjavík. Mikil þoka lá yfir Hellisheiði í gær sem var í fréttum gærdagsins sögð hafa orsakað slys á heiðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin