fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fréttir

Brotthvarf Búllunnar bitnar á Verzlingum – „Ég held að margir verði óánægðir“

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 8. júní 2021 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag birtist frétt í Morgunblaðinu þar sem greint var frá mögulegri breytingu á deiliskipulagi Kringlubæjar vegna Ofanleitis 14. Þar í dag stendur hinn sívinsæli staður Hamborgarabúlla Tómasar en staðurinn hefur verið þar frá árinu 2009.

Til stendur að rífa niður húsið sem hýsir Búlluna og byggja í staðinn íbúðir og bílakjallara. Við þessa breytingu missa ansi margir ákveðna festu í lífi sínu sem er að heimsækja staðinn.

Í hverju hádegishléi heimsækja tugir, ef ekki hundruð, nemenda við Verzlunarskóla Íslands staðinn enda bara rétt handan við bílastæði nemenda. Það yrði því mikill missir fyrir nemendur skólans ef staðurinn skildi hverfa.

„Þetta er bara leiðinlegt, að missa svona góðan matsölustað í burtu. Maður skilur það alveg að það þurfi að fjölga íbúðum og það er verið að þjónusta okkur í framtíðinni með því að byggja þær,“ segir Kári Freyr Kristinsson, forseti Nemendafélags Verzlunarskóla Íslands, í samtali við DV.

Hann telur að brotthvarf Búllunar muni ekki skerða fæðuöryggi Verzlinga þar sem stutt er að ganga yfir í Kringluna og versla á Stjörnutorgi.

„Ég hef ekki heyrt fólk tala mikið um þetta en ég held að fólk verði ekkert himinlifandi yfir þessu. Ég held að margir verði óánægðir,“ segir Kári að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla
Fréttir
Í gær

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fasteignasali situr í súpunni vegna myglu

Fasteignasali situr í súpunni vegna myglu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rúmlega 4 þúsund Barnabónus pakkar afhentir nýbökuðum foreldrum

Rúmlega 4 þúsund Barnabónus pakkar afhentir nýbökuðum foreldrum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Karen lifði við ágæt lífsgæði en kemst nú varla fram úr rúminu – „Læknirinn yppti leiður öxlum og sagði að því miður gæti hann ekkert gert“

Karen lifði við ágæt lífsgæði en kemst nú varla fram úr rúminu – „Læknirinn yppti leiður öxlum og sagði að því miður gæti hann ekkert gert“