fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Stytting vinnuvikunnar þýðir að ekki verður jarðsett síðdegis á föstudögum í Reykjavík

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. júní 2021 09:00

Fossvogskirkjugarður. Mynd; Vilhelm. Mynd tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú verður ekki lengur jarðsett eftir hádegi á föstudögum hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur. Ástæðan er stytting vinnuvikunnar. Prestar og útfararstjórar segja mikla þjónustuskerðingu felast í þessu.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. „Það var ekki talað við útfararstjóra og það hefði verið eðlilegt að halda fundi með þeim sem vinna við þetta. En það er kannski litið á þetta sem innanhússmál hjá kirkjugörðunum. Þau sögðu að þau hefðu prófað aðrar aðferðir en við fengum bara bréf um að þessu væri komið á, með mánaðarfyrirvara,“ er haft eftir Rúnari Geirmundssyni, formanni Félags íslenskra útfararstjóra.

Jóna Hrönn Bolladóttir, sóknarprestur í Garðabæ, sagðist ekki hafa neitt á móti styttingu vinnuvikunnar en sagðist telja að gæta þyrfti að því að styttingin skerði ekki þjónustu. Betra hefði verið að vinnu lyki seinna á föstudögum eða þá að mánudagar væru notaðir í styttingu vinnuvikunnar þar sem það er eini frídagur stórs hóps þeirra sem koma að útfararþjónustu, þar á meðal presta, organista og kirkjuvarða.

503 útfarir fóru fram í Reykjavík á síðasta ári og þar af voru 150 á föstudögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Pétur Einarsson látinn

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Í gær

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí