fbpx
Þriðjudagur 22.júní 2021
Fréttir

Stytting vinnuvikunnar þýðir að ekki verður jarðsett síðdegis á föstudögum í Reykjavík

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. júní 2021 09:00

Fossvogskirkjugarður. Mynd; Vilhelm. Mynd tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú verður ekki lengur jarðsett eftir hádegi á föstudögum hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur. Ástæðan er stytting vinnuvikunnar. Prestar og útfararstjórar segja mikla þjónustuskerðingu felast í þessu.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. „Það var ekki talað við útfararstjóra og það hefði verið eðlilegt að halda fundi með þeim sem vinna við þetta. En það er kannski litið á þetta sem innanhússmál hjá kirkjugörðunum. Þau sögðu að þau hefðu prófað aðrar aðferðir en við fengum bara bréf um að þessu væri komið á, með mánaðarfyrirvara,“ er haft eftir Rúnari Geirmundssyni, formanni Félags íslenskra útfararstjóra.

Jóna Hrönn Bolladóttir, sóknarprestur í Garðabæ, sagðist ekki hafa neitt á móti styttingu vinnuvikunnar en sagðist telja að gæta þyrfti að því að styttingin skerði ekki þjónustu. Betra hefði verið að vinnu lyki seinna á föstudögum eða þá að mánudagar væru notaðir í styttingu vinnuvikunnar þar sem það er eini frídagur stórs hóps þeirra sem koma að útfararþjónustu, þar á meðal presta, organista og kirkjuvarða.

503 útfarir fóru fram í Reykjavík á síðasta ári og þar af voru 150 á föstudögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kveikur gagnrýndur – RÚV sagt hafa látið Michele Ballarin blekkja sig

Kveikur gagnrýndur – RÚV sagt hafa látið Michele Ballarin blekkja sig
Fréttir
Í gær

Fulltrúar FBI þóttust ætla að bjarga Íslandi frá risatölvuárás en voru í raun bara að yfirheyra Sigga hakkara um Wikileaks

Fulltrúar FBI þóttust ætla að bjarga Íslandi frá risatölvuárás en voru í raun bara að yfirheyra Sigga hakkara um Wikileaks
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Barnaverndarnefnd Kópavogs fékk móður svipta forræði yfir þremur börnum – Landsréttur staðfesti dóminn

Barnaverndarnefnd Kópavogs fékk móður svipta forræði yfir þremur börnum – Landsréttur staðfesti dóminn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Klósettperri á Nesjavöllum kom upp falinni myndavél – Orka náttúrunnar lagði fram kæru

Klósettperri á Nesjavöllum kom upp falinni myndavél – Orka náttúrunnar lagði fram kæru
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ráðherra kveður Sólveigu hinstu kveðju – „Solla mætti manni alltaf skælbrosandi“

Ráðherra kveður Sólveigu hinstu kveðju – „Solla mætti manni alltaf skælbrosandi“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Maður sem hefur ítrekað verið sakaður um kynferðislega áreitni við starfsfólk á Bessastöðum heldur starfi sínu en þolendur hans flýja

Maður sem hefur ítrekað verið sakaður um kynferðislega áreitni við starfsfólk á Bessastöðum heldur starfi sínu en þolendur hans flýja