fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Stærri og dýrari bílaleigubílar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 1. júní 2021 07:59

Mynd úr safni. Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu voru mun fleiri bílaleigubílar nýskráðir í apríl og maí en á sama tíma á síðasta ári. Frá 1. til 21. maí voru 546 bílaleigubílar skráðir en allan maímánuð á síðasta ári voru 47 bílaleigubílar skráðir.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að á milli 2019 og 2020 hafi skráningum bílaleigubíla fækkað gríðarlega í maí. 2019 voru 1.274 bílaleigubílar skráðir. Í apríl á þessu ári voru 260 bílaleigubílar nýskráðir en í apríl á síðasta ári voru þeir 30 og í apríl 2019 voru þeir 614.

Langflestir nýskráðu bílaleigubílanna eru frá Kia og næstflestir frá Toyota. Árið 2020 voru 2.074 bílaleigubílar nýskráðir en 2019 voru þeir tæplega 4.900.

Það sem af er ári hafa um 1.100 bílaleigubílar verið skráðir.

Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar og stjórnarmaður hjá Bílgreinasambandinu, segir lítið hægt að taka mark á samanburði við 2020 því þá hafi bílaleiguiðnaðurinn verið „steindauður“. Þá hafi það aðallega verið Íslendingar sem leigðu bíla og þá í skamman tíma.  „Við höfum meira verið að bera okkur saman við 2019,“ er haft eftir honum.

Hann sagði að í þeirri lægð sem fylgdi kórónuveirufaraldrinum hafi minnstu bílaleigubílarnir verið teknir úr umferð. Ákveðið hafi verið að minnka bílaflotann og leggja áherslu á leigu meðalstórra fólksbíla og jeppa. „Þetta hefur skilað sér í hærra verði í evrum og í krónum út af genginu. Sömuleiðis hefur verðið hækkað vegna þess að við erum að meðaltali með stærri bíla í útleigu,“ er haft honum.

Hann sagði jafnframt að þegar flotinn var minnkaður 2020 hafi um helmingur bílanna verið seldur. Íslendingar hafi verið duglegir við að kaupa þessa notuðu bílaleigubíla þar sem nánast útilokað hafi verið að ferðast til útland. „Þetta gerðist hjá nánast öllum bílaleigunum. Við komum okkur niður í ákveðinn grunn og svo erum við núna að kaupa nýja bíla inn í þessar nýju forsendur. Fólk er að leigja stærri bíla á hærra verði og gjarnan í lengri tíma en síðustu ár,“ sagði hann og einnig að verðhækkunin sé tilkomin vegna skorts á bílaleigubílum eftir hina miklu sölu á þeim 2020.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Rannsökuðu heimabanka manns og segja hann hafa selt fíkniefni fyrir sex og hálfa milljón

Rannsökuðu heimabanka manns og segja hann hafa selt fíkniefni fyrir sex og hálfa milljón
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Jólastemning í Bónus í Kauptúni

Jólastemning í Bónus í Kauptúni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Unnar sleit sér út fyrir Autopark en hefur ekki fengið útborgað – „Ég get ekki borgað reikninga, ég get ekki keypt jólagjafir“

Unnar sleit sér út fyrir Autopark en hefur ekki fengið útborgað – „Ég get ekki borgað reikninga, ég get ekki keypt jólagjafir“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Þetta er alveg skelfilegur hræðsluáróður sem stenst enga skoðun“

„Þetta er alveg skelfilegur hræðsluáróður sem stenst enga skoðun“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Tölvuárás á Grundarheimilin

Tölvuárás á Grundarheimilin
Fréttir
Í gær

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“
Fréttir
Í gær

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu
Fréttir
Í gær

Ungur maður á Akranesi handtekinn í nótt, grunaður um nauðgun – Sótti stúlku til Hafnarfjarðar

Ungur maður á Akranesi handtekinn í nótt, grunaður um nauðgun – Sótti stúlku til Hafnarfjarðar
Fréttir
Í gær

Ofurflensa herjar á Evrópu -Hvetja til grímunotkunar og Covid-hegðunar

Ofurflensa herjar á Evrópu -Hvetja til grímunotkunar og Covid-hegðunar