fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Aukin eftirspurn og vélaskortur valda lopaskorti

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 4. maí 2021 08:00

Það er skortur á lopa þessa dagana. Mynd- Skjáskot af heimasíðu Handprjónasambands Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil eftirspurn hefur verið eftir lopa í heimsfaraldrinum og anna framleiðendur henni ekki. Sænsk dagblöð segja að kaupendur að íslenskri ull fái ekki nema um tíunda hluta þess sem þeir hafa þörf fyrir. Prjónafólk hér á landi finnur einnig fyrir þessum skorti og á erfitt með að verða sér úti um lopa.

„Við höfum ekki fleiri vélar. Það er ekki flóknara en það,“ hefur Fréttablaðið eftir Sigurði Sævari Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Ístex, um stöðuna en fyrirtækið er stærsta ullarsöfnunarfyrirtæki landsins. „Við komum á kvöldvöktum til að reyna að mæta þessu en það hefur ekki dugað til,“ sagði hann einnig.

Ullin er flutt til Blönduóss en þar er hún þvegin og skipt í hráull og ull til lopa. Í Mosfellsbæ er lopinn, sem er verðmætasta varan, síðan búin til en hráullinn er til dæmis notuð í sængur og gólfteppaband.

Fréttablaðið hefur eftir Sigurði að eftirspurnin hafi aukist síðustu þrjú ár og þá sérstaklega í faraldrinum. Í maí á síðasta ári hafi pantanir farið að stækka og um síðustu áramót hafi þær orðið enn stærri en venjulega. Þetta eigi við um Svíþjóð, Finnland, Þýskaland og Bandaríkin og fleiri lönd sem Ístex er í viðskiptum við.

Aukin eftirspurn skýrist af auknum áhuga á handavinnu í faraldrinum en það er auðvitað góð iðja að prjóna þegar stunda þarf félagsforðun og fyrir marga er þetta gott fyrir andlegu hliðina.

Ístex hefur ákveðið að kaupa fleiri vélar og bæta við sig starfsfólki á kvöldvaktir.

Sigurður sagði útilokað að spá fyrir um hvenær afköst og eftirspurn nái jafnvægi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“
Fréttir
Í gær

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna
Fréttir
Í gær

Ný rannsókn sýnir að andlitsgrímurnar úr covid faraldrinum eru „tifandi tímasprengja“

Ný rannsókn sýnir að andlitsgrímurnar úr covid faraldrinum eru „tifandi tímasprengja“
Fréttir
Í gær

Veistu hvað það eru margir maurar í heiminum? – Þeir eru mjög margir

Veistu hvað það eru margir maurar í heiminum? – Þeir eru mjög margir