fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Ólöf vildi að allir fjölmiðlar landsins birtu kjaftasögurnar um Sölva – Sér ekki eftir færslunni – „Málsókn? Fyrir að tala um þöggun ofbeldis?“

Heimir Hannesson
Mánudaginn 3. maí 2021 16:30

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólöf Tara Harðardóttir einkaþjálfari sér ekki eftir færslu sinni á samfélagsmiðlum sem hún birti um helgina þar sem hún hvatti alla helstu fjölmiðla landsins til þess að flytja fréttir af kjaftasögum um að þekktur einstaklingur hefði keypt kynlífsþjónustu af vændiskonu og gengið svo í skrokk á henni. Sölvi Tryggvason er umræddur maður og segir sögurnar þvætting frá upphafi til enda.

„Hvernig er það fjölmiðlar,“ skrifaði Ólöf. „Ætlar enginn að hafa bein í nefinu og fjalla um ofbeldi þjóðþekkts einstaklings gegn konu sem hann hafði keypt kynlífsþjónustu af? Fólk í kynlífsiðnaðinum verður fyrir miklu ofbeldi af hálfu kaupenda sinna og það er umræða sem þarf að taka!!“

Þá „taggaði“ Ólöf RUV, Vísi, DV, Mannlíf, Stundina og Fréttablaðið í færslu sinni.

Mannlíf birti síðar frétt upp úr færslu Ólafar.

Í dag steig Sölvi Tryggvason fram sem umræddur „þekktur einstaklingur.“ Sagði Sölvi í yfirlýsingu sem hann birti bæði á Instagram og Facebook að „ótrúlega rætnar“ slúðursögur um hann hefðu gengið milli manna í þjóðfélaginu sem ættu sér enga stoð í raunveruleikanum.

Þetta gekk meira að segja svo langt að einn fjölmiðill birti frétt um slúðursöguna án þess þó að nafngreina mig. Í frétt fjölmiðilsins kom fram að fyrri um tveimur vikum hefði þjóðþekktur einstaklingur, sem samkvæmt sögunni er ég, keypt sér kynlífsþjónustu, gengið í skrokk á vændiskonunni, verið handtekinn og fluttur í varðhald. Um þetta er bara eitt að segja, málið er þvættingur frá upphafi til enda.

Þess má þá jafnframt geta að DV hefur frá því í apríl unnið að því að kanna sannleiksgildi sögusagnanna sem Ólöf vísaði til og hvatti fjölmiðla til þess að birta, en ekki haft erindi sem erfiði.

Meira má lesa um málið og viðbrögð Sölva hér.

Ólöf óttast ekki málsókn

Með yfirlýsingu sinni birti Sölvi mynd af galtómri málaskrá sinni hjá lögreglu. „Eins og þarna kemur skýrt fram hefur lögreglan ekki haft nein afskipti af mér, bein eða óbein, á þeim tíma sem þessi atvik eiga að hafa átt sér stað. Þetta verður ekki skýrara. Það er ekkert til í þessum slúðursögum,“ skrifaði Sölvi fyrr í dag.

DV leitaði til Ólafar og óskaði eftir viðbrögðum við yfirlýsingu Sölva. „Ég get ekki veitt upplýsingar um þetta mál,“ sagði Ólöf. „Ég vildi óska þess að ég gæti tjáð mig um það. En ég hef hvergi opinberlega nafngreint þann sem á í hlut,“ sagði hún jafnframt við DV.

Í færslu Sölva kemur fram að hann hafi leitað sér liðsinnis lögmanns vegna sögusagnanna sem Ólöf vísaði til í Instagramfærslu sinni. Aðspurð hvort hún óttaðist nú málsókn segir hún: „Málsókn? Fyrir að tala um þöggun ofbeldis? Ef ég hefði blastað nafni opinberlega væri það full skiljanlegt. En þannig hefur það ekki verið.“

Ólöf hélt umræðunni um kjaftasögurnar áfram í dag á Instagramsíðu sinni og skrifaði:

Ég var ekki sú fyrsta sem pikkaði hér upp umræðu sem enginn vissi af. Þetta gekk manna á milli og enginn virtist vilja taka slaginn, eða koma hreint fram. Í þessu samhengi vona ég að þeir einstaklingar sem höfðu upplýsingar skammist sín fyrir að pískra þessu milli manna án þess að aðhafast í því að nýta þann tíma til þess að skoða málið.

Ólöf sagði þá jafnframt alla geta beitt ofbeldi og að allir gætu orðið fyrir ofbeldi og þöggunin sem ætti sér stað væri oft ótrúleg. „Ádeilan snýr að því að einstaklingar sem geta varpað ljósi á ofbeldi segjast ekki hafa nóg í höndunum til þess að fjalla um mál, en hafa ekki áhuga, vilja eða hvað sem má kalla það til þess að skoða þetta dýpra en „ég þarf frétt í dag.““

„Ég skil vel að það sé erfitt að trúa því að fullt af fólki taki þátt í þöggun… raunveruleikinn er verri en margar skáldsögur,“ skrifar Ólöf að lokum.

DV tók meintan þolanda Sölva á tal um nýliðna helgi. Sagðist hún ekki kannast við málið og harðneitaði að tjá sig við fjölmiðla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu