fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Fréttir

BYKO dregur úr eigin losun um 19%

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 12. maí 2021 19:17

Sigurður B. Pálsson, forstjóri BYKO. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

BYKO hefur dregið úr eigin losun gróðurhúsalofttegunda um 15% á árinu 2020 miðað við árið á undan eða um 19% frá því mælingar hófust.

Kolefnisbinding fyrirtækisins nemur um 1200 tonn á ári. Þetta kemur fram í sjálfbærniskýrslu BYKO fyrir rekstrarárið 2020. Eigin losun gróðurhúsalofttegunda á árinu 2020 nam 340 tonnum af CO2 og kolefnisbinding fyrirtækisins í skóglendi BYKO á Drumboddstöðum II nemur um 1200 tonn CO2 á ári. Sé kolefnislosun fyrirtækisins út frá eigin rekstri sett í samhengi við stöðugildafjölda þá er losun pr stöðugildi 1,0 tonn 2020 en var 1,14 tonn 2019 eða um 14% minnkun.

,,Við horfum þannig til hlutanna að leiðandi fyrirtæki sem BYKO er beri meiri ábyrgð. Við ákvarðanatöku  þurfa slík fyrirtæki að hafa hæfileikann að horfa á stóru myndina í stað þröngs sjónarhorns. Klukkan tifar, við höfum einfaldlega ekki tíma til að bíða eftir því að hinn almenni borgari taki upp breytingar á eigin spýtur. Þar liggur vanmat hvað almenningur er tilbúinn til að sætta sig við þegar kemur aðgerðum leiðandi fyrirtækja og stjórnvalda,“ segir Sigurður B. Pálsson, forstjóri BYKO.

,,Að fyrirtæki setji það sem eiginlegt markmið að stefna á kolefnishlutleysi er varhugavert markmið, krafa um meiri árangur er staðar. Öll stöndum við í skuld við fortíðina. Að detta á markaðsvagninn er fyrir mörgum fyrirtækjum freistandi tilhugsun. Fyrirtæki eiga að setja áherslu á sjálfbærni og gera betur dag frá degi. BYKO leggur áherslu á sjálfbærni og umhverfismál í starfseminni og er ánægjulegt að sjá hvað markvissar aðgerðir eru að skila sér í minni losun koltvísýrings, þar má nefna orkuskiptin, sorpflokkun, fækkun flugferða starfsmanna o.s.frv.“ segir Sigurður ennfremur.

Á árinu 2020 fór BYKO í samstarf við Skógræktina til að kortleggja og meta bindinguna sem hefur átt sér stað í gegnum árin með viðurkenndum og vísindalegum hætti. Út frá þeirri vinnu var hægt að áætla heildarbindingu CO2 á árinu 2020 í samtals 1200 tonn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Undarleg sending beið Brynjars á nýju ári – „Mun Soffía loks gefast upp og skilja við mig“

Undarleg sending beið Brynjars á nýju ári – „Mun Soffía loks gefast upp og skilja við mig“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sigurður Kári segir Sjálfstæðisflokkinn eina hægri flokkinn – Framtíðarsýn Miðflokksins sé fátækleg

Sigurður Kári segir Sjálfstæðisflokkinn eina hægri flokkinn – Framtíðarsýn Miðflokksins sé fátækleg
Fréttir
Í gær

Erfið nýársnótt á höfuðborgarsvæðinu – Hnífsstunga, eldar, flugeldaslys og ölvun

Erfið nýársnótt á höfuðborgarsvæðinu – Hnífsstunga, eldar, flugeldaslys og ölvun
Fréttir
Í gær

Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur

Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

ESB hefur áhyggjur af makrílsamkomulagi Íslands og þriggja annarra ríkja – Mikil ofveiði

ESB hefur áhyggjur af makrílsamkomulagi Íslands og þriggja annarra ríkja – Mikil ofveiði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miðflokksmaður ver myndbandið umdeilda – „Hvers vegna sér ungt fólk ekki framtíð á Íslandi?“

Miðflokksmaður ver myndbandið umdeilda – „Hvers vegna sér ungt fólk ekki framtíð á Íslandi?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Læknar sakaðir um að falsa sjúkraskýrslu – Til rannsóknar hjá landlækni í þrjú ár

Læknar sakaðir um að falsa sjúkraskýrslu – Til rannsóknar hjá landlækni í þrjú ár