fbpx
Mánudagur 19.janúar 2026
Fréttir

Anton Kristinn ekki ákærður í Rauðagerðismálinu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 11. maí 2021 14:52

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er Anton Kristinn Þórarinsson, eini Íslendingurinn sem hefur haft stöðu sakbornings í Rauðagerðismálinu, ekki á meðal þeirra fjögurra sem eru ákærðir í málinu. Anton er því líklega laus allra mála varðandi morðið í Rauðagerði og mun verða talinn hafa komið þar hvergi nálægt.

Angjelin Mark Sterkaj, 35 ára gamall  Albani, sem játað hefur morðið á landa sínum, Armando Bequiri, segir alrangt að um samsæri hafi verið að ræða, málið hafi verið persónulegt. Segir hann  miður að fólk sem kom hvergi nærri verknaðinum hafi verið bendlað við málið og jafnvel þurft að sitja í gæsluvarðhaldi.

Hvað sem því líður eru þrír aðrir en Angjelin ákærður í málinu. Ekki er ljóst fyrir hvaða sakir. Ekki er ákært fyrir skipulagða brotastarfsemi en við upphaf rannsóknarinnar vaknaði grunur hjá lögreglu um að morðið tengdist uppgjöri hópa í undirheimum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nóbelsnefndin með yfirlýsingu – Verðlaunin eru verðlaunahafans

Nóbelsnefndin með yfirlýsingu – Verðlaunin eru verðlaunahafans
Fréttir
Í gær

Huldumaðurinn Aðalsteinn ákærður í sjö ára gömlu fjársvikamáli – „Bara einhver krakki í Hveragerði“

Huldumaðurinn Aðalsteinn ákærður í sjö ára gömlu fjársvikamáli – „Bara einhver krakki í Hveragerði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn yfir Helga Bjarti – Ríkir almannahagsmunir að menn sem brjóta alvarlega gegn börnum gangi ekki lausir

Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn yfir Helga Bjarti – Ríkir almannahagsmunir að menn sem brjóta alvarlega gegn börnum gangi ekki lausir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fer yfir af hverju það sé ígildi sjálfsvígs fyrir Bandaríkin að ráðast inn í Grænland

Fer yfir af hverju það sé ígildi sjálfsvígs fyrir Bandaríkin að ráðast inn í Grænland