fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Fréttir

Banna sölu á maíspokum á kassasvæðum verslana

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 10. maí 2021 07:59

Fljótlega verður búið að úthýsa plastpokum og maíspokum af kassasvæðum verslana.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá og með 3. júlí verður óheimilt að bjóða niðurbrjótanlega burðarpoka til sölu á afgreiðslusvæðum verslana. Þetta byggist á nýjum lögum sem byggjast á tilskipun Evrópusambandsins. Pokar sem þessir eru oft nefndir maíspokar en þeir hafa náð mikilli útbreiðslu hér á landi.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Gró Einarsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, sagði að bannið sé tilkomið vegna þess að maíspokarnir innihaldi í raun plast út frá efnafræðilegum skilgreiningum. Þeir geti ógnað lífríkinu þótt þeir séu niðurbrjótanlegir. Hún sagði að skilgreining á plasti sé mjög víðtæk og ef íblöndunarefnum sé bætt við náttúrulegt efni eða ef það er meðhöndlað með efnafræðilegum hætti þá sé það plast, þar á meðal lífplast og maíspokar.

Hún sagði að maíspokar séu skárri en venjulegir plastpokar en þeir brotni ekki niður við hvaða aðstæður sem er. Hitastig ráði þar nokkru og geti þeir verið hættulegir umhverfinu.

Verslunum verður áfram heimilt að selja maíspoka eins og plastpoka en ekki á skilgreindum kassasvæðum.

Umhverfisstofnun hvetur fólk til að nota frekar margnota poka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvetur ríkisstjórnina til að hætta að nota X út af barnakláminu þar – „Ekki forsvaranlegt að nota þennan miðil mínútu lengur“

Hvetur ríkisstjórnina til að hætta að nota X út af barnakláminu þar – „Ekki forsvaranlegt að nota þennan miðil mínútu lengur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir kynferðislega áreitni

Ákærður fyrir kynferðislega áreitni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafnsögumaður fær ekki skaðabætur eftir að komið var í veg fyrir stórslys við Faxaflóa – Reynslan og menntunin vann gegn honum

Hafnsögumaður fær ekki skaðabætur eftir að komið var í veg fyrir stórslys við Faxaflóa – Reynslan og menntunin vann gegn honum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Aldraður leigubíltjóri fær ekki rekstrarleyfi vegna gamalla vændiskaupa

Aldraður leigubíltjóri fær ekki rekstrarleyfi vegna gamalla vændiskaupa