fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fréttir

Banna sölu á maíspokum á kassasvæðum verslana

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 10. maí 2021 07:59

Fljótlega verður búið að úthýsa plastpokum og maíspokum af kassasvæðum verslana.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá og með 3. júlí verður óheimilt að bjóða niðurbrjótanlega burðarpoka til sölu á afgreiðslusvæðum verslana. Þetta byggist á nýjum lögum sem byggjast á tilskipun Evrópusambandsins. Pokar sem þessir eru oft nefndir maíspokar en þeir hafa náð mikilli útbreiðslu hér á landi.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Gró Einarsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, sagði að bannið sé tilkomið vegna þess að maíspokarnir innihaldi í raun plast út frá efnafræðilegum skilgreiningum. Þeir geti ógnað lífríkinu þótt þeir séu niðurbrjótanlegir. Hún sagði að skilgreining á plasti sé mjög víðtæk og ef íblöndunarefnum sé bætt við náttúrulegt efni eða ef það er meðhöndlað með efnafræðilegum hætti þá sé það plast, þar á meðal lífplast og maíspokar.

Hún sagði að maíspokar séu skárri en venjulegir plastpokar en þeir brotni ekki niður við hvaða aðstæður sem er. Hitastig ráði þar nokkru og geti þeir verið hættulegir umhverfinu.

Verslunum verður áfram heimilt að selja maíspoka eins og plastpoka en ekki á skilgreindum kassasvæðum.

Umhverfisstofnun hvetur fólk til að nota frekar margnota poka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“
Fréttir
Í gær

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna
Fréttir
Í gær

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru
Fréttir
Í gær

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“
Fréttir
Í gær

Helgi Magnús lætur allt flakka – „Fyrirgefðu frönskuna mína“

Helgi Magnús lætur allt flakka – „Fyrirgefðu frönskuna mína“