fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Filippus prins og drottningarmaður látinn 99 ára að aldri

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 9. apríl 2021 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Filippus prins, eiginmaður Elísabetar drottningar Bretlands, er látinn 99 ára að aldri. Frá þessu greina fjölmiðlar á Bretlandi en konungsfjölskyldan tilkynnti um andlátið rétt í þessu.

Filippus og Elísabet giftust árið 1947, fimm árum áður en Elísabet varð drottning. Filippus lætur eftir sig fjögur börn sem hann átti með Elísabetu. Þá átti hann átta barnabörn og 10 barnabarnabörn.

Prinsinn fæddist í Grikklandi árið þann 10. júní árið 1921 og hefði hann því náð hundrað ára aldri í sumar. Hann var sonur Andrew, prins Grikklands og Danmerkur, og Alice prinsessu af Battenberg.

Ljóst er að fjölmiðlar á Bretlandi voru búnir undir andlát Filippusar. Nánast um leið og tilkynnt var um andlátið var búið að birta ítarlegar minningargreinar um ævi og störf prinsins á helstu fjölmiðlum landsins.

Hér fyrir neðan má sjá tilkynningu bresku konungsfjölskyldunnar um andlátið:

https://www.facebook.com/TheBritishMonarchy/posts/4109633689058430

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu
Fréttir
Í gær

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið