fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Páll Óskar birtir nektarmyndirnar sem óprúttinn aðili var að dreifa – „Já, gott fólk. Svona lít ég út“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 17. apríl 2021 14:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Já, gott fólk. Svona lít ég út.“

Þetta segir Páll Óskar Hjálmtýsson, einn ástælasti söngvari Íslands, í Facebook-færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag. Með færslunni birtir Páll Óskar myndir af sér sem hann hafði sent í trúnaði á annan aðila í gegnum stefnumótaforritið Grindr. Um er að ræða myndir þar sem Páll Óskar er nakinn.

„Fávitinn, sem ég sendi þessar myndir í trúnaði á Grindr og er nú að dreifa þeim út um allt – til að fá mig til að skammast mín fyrir að hafa líkama og lifa kynlífi – er rúmlega 30 árum of seinn!“ segir söngvarinn í Facebook-færslunni. „Njótið vel.“

Páll Óskar bendir þá á nýju lögin sem samþykkt voru á Alþingi þann 17. febrúar síðastliðinn en í þeim kemur skýrt fram að ósamþykkt dreifing á persónulegum myndum varði við lög. Hann birtir svo skjáskot af lögunum.

Ljóst er að fylgjendur Páls Óskars á Facebook eru stoltir og ánægðir með færsluna en honum er hrósað í hástert í athugasemdunum. „Svo mikil negla!!! Svo frábært að senda bara puttann á þetta lið,“ segir til dæmis kona nokkur í athugasemdunum. „Frábært að tala upphátt þvi það getur hjálpað öðrum! Þú er gordjöss,“ segir önnur. „Vel gert hjá þér! Skömmin er ekki þín. Við erum öll kynverur!“ segir svo enn önnur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

UNiO er ný stafræn markaðsstofa

UNiO er ný stafræn markaðsstofa
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“
Fréttir
Í gær

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“
Fréttir
Í gær

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld