fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Svona litu skórnir hennar Sólveigar út eftir nóttina – „Veit ekki hvernig nóttin var hjá ykkur“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 12. apríl 2021 16:42

Mynd/Sólveig Hauksdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Veit ekki hvernig nóttin var hjá ykkur en ég þarf allavega að kaupa mér nýja vinnuskó.“

Þetta segir Sólveig Hauksdóttir skurðhjúkrunarfræðingur í færslu sem hún birti á samfélagsmiðlinum Twitter. Með færslunni birtir Sólveig mynd af skónum sínum en á myndinni má sjá að þeir eru útataðir í blóði eftir vinnu næturinnar.

Færsla Sólveigar hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlinum og hafa margir tjáð sig um færsluna í athugasemdunum við hana. Fólk spyr Sólveigu til dæmis hvort lífi hafi verið bjargað og svarar hún því játandi. „Skítt með fína skó. Til hamingju,“ segir kona nokkur þá.

Eitthvað var um áhuga á skónum og af hvaða gerð þeir eru. „Þetta eru hrikalega góðir skór!“ segir Sólveig. „On Cloud X heita þeir. Ég hef átt marga hlaupa- og vinnuskó í gegnum tíðina og þessir eru alveg í toppnum. Á líka utanvegahlaupaskó frá sama merki. Ég keypti mína í Útilíf en þeir fást víðar.“

Í athugasemdunum var líka mikið af hjálpsemi en Sólveig fékk nokkuð af ábendingum um hvernig hún gæti þrifið skóna. Sólveig greinir svo sjálf frá því hvernig hún þreif þá en svo virðist vera sem aðferðin hafi virkað því hún birti aðra mynd af skónum eftir þrifin. „Skolaði þá upp úr köldu vatni, notaði efni sem brýtur niður blóð á þá, stakk þeim svo í Rodalon bað og þeir eru núna í þvottavélinni,“ segir hún og birti svo myndina sem sjá má hér fyrir neðan.

„Þeir eru að þorna núna þannig ég vona að þeir séu orðnir nokkuð blettafríir,“ segir Sólveig í samtali við DV um ástand skónna. „Ég hef yfirleitt hent skóm ef þeir lenda í svona en þessir eru glænýjir, ég keypti þá í síðasta mánuði og gat bara ekki hent þeim.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“