fbpx
Föstudagur 25.júlí 2025
Fréttir

Ófögur sjón blasti við Þorbjörgu og Ólafi þegar þau komu heim úr jólaboðinu – Ósvífinn einstaklingur tróð rottuungum inn um lúguna þeirra

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 30. desember 2021 20:04

Myndin er samsett. Mynd af rottuunga er úr safni og tengis frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar hjónin Þorbjörg Inga Þorsteinsdóttir og Ólafur Páll Vignisson komu heim ásamt fjölskyldu sinni eftir jólaboð blasti við þeim afar ófögur sjón en hálfdauður rottuungi lá í forstofunni. Um kvöldið fundu þau svo annan lifandi rottuunga inni í húsinu.

„Við höfum nú fengið það staðfest frá tveimur meindýraeyðum að um rottuunga sé að ræða,“ segir Þorbjörg í færslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni vegna málsins en hún veitti DV góðfúslegt leyfi til að fjalla um færsluna.

Í myndböndum sem öryggismyndavél fyrir utan heimili Þorbjargar og Ólafs tók upp má sjá ósvífinn einstakling troða rottuungunum inn á heimili þeirra í gegnum bréflúguna og ganga svo í burtu. Kyn einstaklingsins sem sést í myndbandinu er ekki vitað en einstaklingurinn er klæddur í úlpu og svartar buxur.

„Lögreglan er með málið til skoðunar,“ segir Þorbjörg en hún biður þá sem hafa einhverja vitneskju um málið að hafa samband við sig eða Ólaf í gegnum Facebook. „Við höfum undanfarna mánuði orðið fyrir umsátri og þurfum að vita hvort þetta sé partur af því að alveg ótengt. Það má deila þessu og við óskum innilega eftir allri aðstoð!“

Myndböndin af einstaklingnum að koma rottuungunum fyrir á heimilinu og ganga svo í burtu má sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gunnar segir sveitarfélög landsins alltof mörg – Krafa um lágmarksíbúafjölda myndi fækka þeim um 27

Gunnar segir sveitarfélög landsins alltof mörg – Krafa um lágmarksíbúafjölda myndi fækka þeim um 27
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gylfi Ægisson er látinn

Gylfi Ægisson er látinn
Fréttir
Í gær

Dóra Björt segir þéttingu byggðar ekki vera vandamálið – Kaupmannahöfn 13 sinnum þéttari en Reykjavík

Dóra Björt segir þéttingu byggðar ekki vera vandamálið – Kaupmannahöfn 13 sinnum þéttari en Reykjavík
Fréttir
Í gær

Íslendingar af erlendum uppruna búnir að fá nóg – „Þau eru ekki ógn við samfélagið“

Íslendingar af erlendum uppruna búnir að fá nóg – „Þau eru ekki ógn við samfélagið“
Fréttir
Í gær

„Á ég að þurfa að bæta island.is inn í morgunrútínuna mína til að fylgjast með hvað er verið að mjólka mig þennan mánuðinn?“

„Á ég að þurfa að bæta island.is inn í morgunrútínuna mína til að fylgjast með hvað er verið að mjólka mig þennan mánuðinn?“
Fréttir
Í gær

Áður óbirt myndefni sýnir að Epstein mætti í brúðkaup Trump

Áður óbirt myndefni sýnir að Epstein mætti í brúðkaup Trump
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ozzy Osbourne farinn yfir móðuna miklu

Ozzy Osbourne farinn yfir móðuna miklu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekki vitað hvað fyrirhuguð brottfararstöð fyrir útlendinga mun kosta

Ekki vitað hvað fyrirhuguð brottfararstöð fyrir útlendinga mun kosta