fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Ófögur sjón blasti við Þorbjörgu og Ólafi þegar þau komu heim úr jólaboðinu – Ósvífinn einstaklingur tróð rottuungum inn um lúguna þeirra

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 30. desember 2021 20:04

Myndin er samsett. Mynd af rottuunga er úr safni og tengis frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar hjónin Þorbjörg Inga Þorsteinsdóttir og Ólafur Páll Vignisson komu heim ásamt fjölskyldu sinni eftir jólaboð blasti við þeim afar ófögur sjón en hálfdauður rottuungi lá í forstofunni. Um kvöldið fundu þau svo annan lifandi rottuunga inni í húsinu.

„Við höfum nú fengið það staðfest frá tveimur meindýraeyðum að um rottuunga sé að ræða,“ segir Þorbjörg í færslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni vegna málsins en hún veitti DV góðfúslegt leyfi til að fjalla um færsluna.

Í myndböndum sem öryggismyndavél fyrir utan heimili Þorbjargar og Ólafs tók upp má sjá ósvífinn einstakling troða rottuungunum inn á heimili þeirra í gegnum bréflúguna og ganga svo í burtu. Kyn einstaklingsins sem sést í myndbandinu er ekki vitað en einstaklingurinn er klæddur í úlpu og svartar buxur.

„Lögreglan er með málið til skoðunar,“ segir Þorbjörg en hún biður þá sem hafa einhverja vitneskju um málið að hafa samband við sig eða Ólaf í gegnum Facebook. „Við höfum undanfarna mánuði orðið fyrir umsátri og þurfum að vita hvort þetta sé partur af því að alveg ótengt. Það má deila þessu og við óskum innilega eftir allri aðstoð!“

Myndböndin af einstaklingnum að koma rottuungunum fyrir á heimilinu og ganga svo í burtu má sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nova flytur á Broadway

Nova flytur á Broadway
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýtt kaupréttakerfi nær til alls starfsfólks Nova

Nýtt kaupréttakerfi nær til alls starfsfólks Nova
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna