fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
Fréttir

Brotist inn í netkerfi Strætó og ekki hægt að útiloka upplýsingaleka

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 28. desember 2021 16:57

Strætisvagn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tölvuþrjótar brutust inn í netkerfi Strætó í gær og ekki er hægt að útiloka upplýsingaleka í tengslum við innbrotið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó.

Strætó segir í tilkynningu að fyrirtækið sé í náinni samvinnu núna við sérfræðinga frá Syndis og Advania við að staðfesta atburðarás og greina umfang innbrotsins, eins hvort og þá hvaða upplýsingar þeir komust yfir.

Strætó bendir á að fyrirætkið sendi aldrei frá sér töluvpósta þar sem óskað er eftir kortaupplýsingum.

Hér er tilkynning Strætó í heild sinni:

„Strætó þykir leitt að tilkynna innbrot í netkerfi Strætó sem uppgötvaðist í gær, 27. desember 2021. 

Unnið er að staðfestingu atburðarásar og greiningu á umfangi í náinni samvinnu við sérfræðinga hjá Syndis og Advania. Atvikið hefur verið tilkynnt til Persónuverndar, CERTIS og lögreglu.

Ekki er hægt að útiloka upplýsingaleka í tengslum við innbrotið, en of snemmt er að segja til um hvort og hvaða upplýsingar innbrotsþjófarnir komust yfir.  

Nú þegar hefur gripið til allra aðgerða til að fyrirbyggja hættuna á frekari gagnalekum.

Það skal þó ítrekað að Strætó sendir  aldrei út tölvupósta þar sem fólk er beðið um kortaupplýsingar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

6 hæða hótel mun rísa í Borgartúni 1

6 hæða hótel mun rísa í Borgartúni 1
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Ömurleg uppákoma“ segir Stefán um árás á ljósmyndara Morgunblaðsins

„Ömurleg uppákoma“ segir Stefán um árás á ljósmyndara Morgunblaðsins
Fréttir
Í gær

Sigrún birtir aldrei tásumyndir – Ástæðan er hvimleitt fyrirbæri

Sigrún birtir aldrei tásumyndir – Ástæðan er hvimleitt fyrirbæri
Fréttir
Í gær

„Þá hafði fólk þetta gert aðsúg að honum fyrir það eitt að vera dökkur á hörund að keyra leigubíl“

„Þá hafði fólk þetta gert aðsúg að honum fyrir það eitt að vera dökkur á hörund að keyra leigubíl“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurþóra slasaðist á andliti – „Mér finnst ég þurfa að útskýra þetta lúkk“

Sigurþóra slasaðist á andliti – „Mér finnst ég þurfa að útskýra þetta lúkk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ganga um merktir í miðbænum í einskonar „foreldrarölti“ – Skildir Íslands segja vegið að íslenskum gildum

Ganga um merktir í miðbænum í einskonar „foreldrarölti“ – Skildir Íslands segja vegið að íslenskum gildum