fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Andrea er komin með nóg og er hætt eftir fréttir dagsins – „Þetta er fullkomlega óboðlegt“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 20. desember 2021 20:30

Andrea Sigurðardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrea Sigurðardóttir, blaðamaður hjá Viðskiptablaðinu, er vægast sagt komin með nóg af sóttvarnaraðgerðum, sérstaklega í ljósi frétta af því að þær verði mögulega hertar til muna á næstu dögum. Í dag greindi Vísir frá því að nýjasta minniblað Þórólfs innihaldi tillögur um 20 manna samkomubann. Fréttirnar hafa vægast sagt farið misjafnlega í marga en Andrea er ein af þeim sem er allt annað en sátt.

„20 manns? Nær allri tví- eða þríbólusettir, innlagnir ekki komist neins staðar nálægt því sem var síðasta vetur í stærstu bylgjum ársins. Frumgögn um ómíkrón sýna margfalt lægri innlagnatíðni. Við erum ekki öll í þessu saman, ég er að minnsta kosti alveg hætt. Þetta er fullkomlega óboðlegt,“ segir Andrea í færslu sem hún birti á Twitter-síðu sinni í dag.

Andrea gagnrýnir Þórólf Guðnason sóttvarnalækni þá harðlega fyrir tillögur sínar um hertari aðgerðir. „Sóttvarnalæknir lætur eins og bóluefni hafi enga þýðingu gagnvart ómíkrón en þær draga svo sannarlega úr veikindum, þótt þau komi ekki í veg fyrir smit. Það gerðu þau reyndar ekki heldur við fyrri afbrigðum. Við erum eingöngu á „núllpunkti” hvað varðar takmarkanir, ekki annað,“ segir hún.

Þá er hún á þeirri skoðun að með þessu áframhaldi muni faraldrinum, eða öllu heldur aðgerðunum við honum, aldrei ljúka. „Þetta mun aldrei hætta. Á næsta ári verður komið bóluefni við ómíkrón og þá verður væntanlega komið annað afbrigði sem fer fram hjá því, því þannig virka veirur. Þær bregðast alla jafna við auknu ónæmi með stökkbreytingum,“ segir hún.

„Því fyrr sem fólk er útsett því fyrr dregur úr skaðsemi faraldursins. Með því að tempra bylgjurnar líður lengra á milli endursýkinga sem dregur úr ónæmisminni þeirra sem fyrir eru sýktir og við verðum stöðugt á núllpunkti gagnvart veirunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð