fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024
Fréttir

Segir Björn Inga og Margréti vera bloggara en ekki blaðamenn – „Þykjast vera fjölmiðill“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. desember 2021 13:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega opnaði vefmiðillinn Fréttin.is og fékk skömmu síðar skráningu sem fjölmiðill hjá Fjölmiðlanefnd. Að baki miðlinum stendur Margrét Friðriksdóttir sem er ritstjóri, en auk hennar starfar þar einnig Þórdís B. Sigurþórsdóttir sem er skráð blaðamaður og prófarkalesari, en bæði Margrét og Þórdís sinna starfinu í sjálfboðavinnu.

Í gær auglýsti Fyrirtækjaskrá stofnun hlutafélagsins Fréttin ehf., og eru stofnandi og eigandi fyrirtækisins aðeins einn: Margrét Friðriksdóttir. Skráður tilgangur félagsins er:

Tjáningarfrelsið er hornsteinn lýðræðislegs samfélags og er miðilinn stofnaður með það að leiðarljósi að opna umræðuna í íslensku samfélagi sem við teljum vera einsleita og jafnvel byggða á þöggun og ritskoðun sem er andstætt lýðræðinu. Við einbeitum okkur að því að birta fréttir byggðar á trúverðugum heimildum sem aðrir miðlar treysta sér ekki til að fjalla um. Hefur fjölmiðillinn nú þegar afhjúpað ýmis ósannindi sem almenningi eru sögð og hyggst halda því áfram.

Stundin greinir frá þessu og ræðir jafnframt við Sigríði Dögg Auðunsdóttur, formann Blaðamannafélags Íslands,  sem segir að þrátt fyrir skráningu Fjölmiðlanefndar sé aðeins um „bloggsíðu“ að ræða sem ekki sé hægt að líta á sem áreiðanlegan fréttamiðil.

„Eins og þarna, þetta er bloggsíða þar sem einhver er að koma áróðri á framfæri, að það sé ekki gert með því að villa á sér heimildir, að þykjast vera fjölmiðill þegar þú ert bara bloggsíða og það er bara ábyrgðarhluti.“

Sigríður segir að það séu engin lög sem banni fólki að kalla hvað sem er frétt en Blaðamannafélagið líti þó svo á að eiginlegar fréttir þurfi að vera unnar eftir ákveðnum stöðlum, viðmiðum og gildum og samkvæmt vinnubrögðum og vinnureglum sem viðhöfð séu á fjölmiðlum. „Gagnrýnin hugsun, sannleiksgildi, hlutlægni, að setja fréttir í samhengi, sannreyna og túlka.“

Eins sé mikilvægt að það sé ekki bara ein manneskja að baki miðli heldur eiginleg ritstjórn.

Annað dæmi sem Sigríður nefnir um fjölmiðil sem í reynd sé bloggsíða er Viljinn, sem þó er skráður fjölmiðill hjá Fjölmiðlanefnd.

„Björn Ingi titlar sig sem blaðamann á Viljanum en hann er ekkert annað en bloggari á sinni eigin bloggsíðu. Hann hefur ekki verið að auka skilning fólks á því hvað felst í því að vera blaðamaður. Ég er ekki þar með að segja að hann ástundi óheiðarleg vinnubrögð. Ég er að halda því fram að miðillinn hans geti ekki talist áreiðanlegur fréttamiðill sem vinnur samkvæmt skilgreiningum ritstjórnar og þeim vinnubrögðum sem þar eru viðhöfð því þetta er bara einn maður sem heldur úti bloggsíðu, það getur aldrei verið ritstjórn.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hættulegasti hlutur heims – Drepur einstakling á tveimur dögum sem horfir á hann í fimm mínútur

Hættulegasti hlutur heims – Drepur einstakling á tveimur dögum sem horfir á hann í fimm mínútur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víkingur Heiðar blandar sér í þjóðfélagsumræðuna – „Ég held að þjóð þín sé reyndar komin með nóg af gífuryrðunum“

Víkingur Heiðar blandar sér í þjóðfélagsumræðuna – „Ég held að þjóð þín sé reyndar komin með nóg af gífuryrðunum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fyrrum fjármálastjóri dró aha.is fyrir dóm – Sagðist eiga inni orlof en var á móti sakaður um að hafa ofreiknað eigið orlof með bókhaldsbrögðum

Fyrrum fjármálastjóri dró aha.is fyrir dóm – Sagðist eiga inni orlof en var á móti sakaður um að hafa ofreiknað eigið orlof með bókhaldsbrögðum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nöfn unga fólksins sem lést í banaslysinu á Eyjafjarðarbraut

Nöfn unga fólksins sem lést í banaslysinu á Eyjafjarðarbraut