fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Fréttir

Brandenburg auglýsingastofa ársins 2021

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 25. nóvember 2021 13:28

Hér gefur að líta glæsilegan hóp Brandenburg-fólksins. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Branden­burg var valin auglýsingastofa ársins á ráðstefnu ÍMARK sem haldin var á Grand hótel Reykjavík í gær. Þetta er í fjórða sinn sem stofan hlýtur nafnbótina og sem fyrr eru það markaðsstjórar íslenskra fyrirtækja sem kjósa. Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Brandenburgar, var að vonum ánægður með þessa niðurstöðu:

„Þetta er sannkallaður heiður. Ég er stoltur af starfsfólki stofunnar sem hefur lagt mikið á sig á krefjandi tímum og öllum okkar frábæru viðskiptavinum. Það er sérstaklega gleðilegt að sjá að við erum ekki aðeins að mælast hæst fyrir það sem snýr að árangursdrifnum hugmyndum. Aukin áhersla á ráðgjöf, stefnumótun og vörumerkjastrategíu er líka að skila sér því við skorum hæst í öllum þáttum sem liggja matinu til grundvallar í valinu á auglýsingastofu ársins. Þetta er búið að vera viðburðaríkt ár og við merkjum aukin umsvif á meðal okkar viðskiptavina. Það er margsannað í rannsóknum að við svona aðstæður þarf að setja aukinn kraft í markaðsmálin til að ná árangri. Þannig að við erum bjartsýn fyrir næsta ár enda trúum við því að það verði alltaf eftirspurn eftir góðum hugmyndum. Svo má líka bæta því við að Brandenburg er að verða 10 ára svo þessi nafnbót kemur á skemmtilegum tíma,“ segir Ragnar kampakátur.

Hjá Brandenburg starfa tæplega 40 sérfræðingar á sviði vörumerkjaráðgjafar, hönnunar, hugmyndavinnu og textagerðar auk þess að sjá um samfélagsmiðla, birtingar og ráðgjöf gegnum snjallbirtingafyrirtækið Datera.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sannkallað kraftaverkabarn – Utanlegsfóstur reyndist falið í kýli

Sannkallað kraftaverkabarn – Utanlegsfóstur reyndist falið í kýli
Fréttir
Í gær

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við
Fréttir
Í gær

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“
Fréttir
Í gær

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi