fbpx
Fimmtudagur 02.desember 2021
Fréttir

Mikil fjölgun sjúkraflutninga – Samningar lausir um áramótin

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. nóvember 2021 08:50

Mynd úr safni/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna fjölgunar kórónuveirusmita að undanförnu hefur álag í sjúkraflutningum á höfuðborgarsvæðinu aukist mikið.  Einnig hefur almennum sjúkraflutningum fjölgað um 17% á árinu.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Jóni Viðari Matthíassyni, slökkviliðsstjóra Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, að fjölgun sjúkraflutninga haldist í hendur við fjölgun smita og að stór hluti flutninganna séu flutningar á Covid-göngudeild Landspítalans.

Þegar smitum fór að fjölga síðla sumars þurfti að fjölga starfsmönnum um 14. Það var meðal annars gert með því að framlengja ráðningar sumarstarfsmanna.

Auk Covid-flutninga hefur sjúkraflutningum af öðrum toga einnig fjölgað mikið síðustu mánuðum. Jón Viðar sagði þetta endurspegla þá umræðu sem hefur verið um stöðuna á Landspítalanum. „Það hefur oft verið mikið álag og staðið knappt en mannskapurinn hefur lagst á eitt um að klára þessi verkefni með mikilli útsjónarsemi og áræði,“ sagði hann.

Í greinargerð með fjárhagsáætlun slökkviliðsins fyrir næsta ár kemur fram að það sem af er ári hafi almennum sjúkraflutningum fjölgað um 17% og eru Covid-flutningar ekki taldir með í þessari tölu. Áætlað er að verkefni sjúkrabifreiða verði 39.000 á þessu ári og 36.000 á næsta ári.

Jón Viðar sagði að fjölgun sjúkraflutninga sé umfram íbúaþróun og séu margvíslegar ástæður fyrir henni, til dæmis heimsfaraldurinn, almenn veikindi og fjölgun fólks 60 ára og eldra.

Samningar Sjúkratrygginga Íslands við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins um sjúkraflutninga renna út um áramótin en þeir hafa verið tvíframlengdir. Samningaviðræður standa yfir að sögn Jóns Viðars sem sagði að samrekstur slökkviliðs og sjúkraflutninga eigi vel saman svo framarlega sem rétt fjármögnun sé tryggð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segir Hugarafl hafa þurft að kæra hótanir í garð starfsmanna og stjórnenda til lögreglu

Segir Hugarafl hafa þurft að kæra hótanir í garð starfsmanna og stjórnenda til lögreglu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Bjarna þótti bjórinn á Nordica-hótelinu dýr en hækkar núna áfengisgjaldið – „Okkur svíður þetta sérstaklega núna“

Bjarna þótti bjórinn á Nordica-hótelinu dýr en hækkar núna áfengisgjaldið – „Okkur svíður þetta sérstaklega núna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja að lán íslenskrar mosku til sænsks skóla sé leið Sádi Arabíu til að seilast til áhrifa

Segja að lán íslenskrar mosku til sænsks skóla sé leið Sádi Arabíu til að seilast til áhrifa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir að rúnta um á stolnum bíl í viku – Handtekinn eftir árekstur í Breiðholti

Ákærður fyrir að rúnta um á stolnum bíl í viku – Handtekinn eftir árekstur í Breiðholti