fbpx
Sunnudagur 12.maí 2024
Fréttir

Þórólfur leggur ekki í hertar aðgerðir þrátt fyrir áhyggjur – Sigurður Brynjar segir nóg komið – „Getur ekki gengið mikið lengur með þessum hætti“

Heimir Hannesson
Mánudaginn 4. október 2021 22:00

mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, mælti ekki með hertum aðgerðum í þágu sóttvarna í nýjasta minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra sem hann skilaði í dag.

Engu að síður eru áfram í gildi reglur um beitingu einangrunar, sóttkvíar og smitgáta, 500 manna samkomutakmörkun auk þess sem Íslendingar og þeir með „sterk tengsl“ við landið þurfa að fara í PCR eða hraðpróf innan 48 tíma eftir komu til landsins.

Í samtali við RUV fyrr í dag sagðist Þórólfur hafa áhyggjur af þróuninni og vændi landa sína um að taka faraldrinum af aukinni léttúð undanfarið. „Mér sýnist það bara almennt séð að fólk sé farið að taka flest af því sem er verið að gera minna alvarlega. Mér sýnist á viðburðarhöldurum mörgum að það sé ekki farið eftir þeim reglum sem eru í gildi hvað varðar fjöldamörk, umgengni og jafnvel grímunotkun og mér þykir það miður. Mér sýnist almennt sér að fólk sé farið að slaka allverulega á og kannski meira en ég tel ákjósanlegt,“ hafði RUV eftir Þórólfi.

Þórólfur sagði þá jafnframt að hann væri á þeirri skoðun að halda þyrfti beitingu sóttkvíar á skólabörn þrátt fyrir miklar raskanir á skólastarfi víðs vegar um land undanfarið.

Ljóst er að fólk er ekki á eitt sátt um áframhaldandi sóttvarnaraðgerðir, og hömlum á skólastarfinu til dæmis verið gagnrýnt víða, en minna verið um opinbera gagnrýni. Þannig reið Krónan til að mynda á vaðið nú í september og lagði grímuskyldu í verslunum sínum til hliðar. Allar aðrar matvöruverslanir fylgdu fast á eftir og mátti sjá „hér er grímuskylda“ skiltin hverfa hljóðlega í öðrum verslunum í kjölfarið.

Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri BYKO, lagði svo sitt á vogarskálarnar fyrr í dag og sagði að nú væri mál að linni.

Stífar sóttvarnarreglur sem byggja á smitrakningu, smitgát, sóttkví og einangrun eru svo íþyngjandi að leggja þarf mat á kosti þess og galla, ófyrirséðar afleiðingar hafa fengið lítið sjónarhorn innan þeirra umræðu. Nú er mál að linni og tími til kominn að endurhugsa hlutina upp á nýtt. Við horfum svo oft til nágrannaþjóða okkar sem góðar fyrirmyndir. Við kjósum hins vegar að gera það þegar okkur hentar best eða þegar það hentar okkar málstað. Orð og röksemdarfærsla sóttvarnarlæknis lúta enn að því að fara verður varlega í öllum afléttingum þrátt fyrir að þjóðin er meira eða minna öll bólusett. Hversu lengi getum við haft þau varnaðarorð fyrir framan okkur. Orð eins og „við skulum sjá hvað gerist næstu daga, það á nú eftir að koma í ljós“ dagarnir og mánuðirnir hafa liðið. Skrefið þarf að taka rétt eins og nágrannaþjóðir okkar hafa tekið. Aflétta þessum íþyngjandi takmörkunum sen snúa að sóttkví og einangrun. Ef skoðaðar eru eldri tilkynningar frá sóttvarnarnefnd Landsspítalans t.d. frá árunum 2011, 2012 og 2013 í október og janúar, þá hljóðuðu þær þannig: „28 liggja inni vegna inflúensu, þar af 6 á gjörgæslu, útskrifaður voru 4.“

Sigurður lýsir þá þeim fórnum sem hann og fjölskylda hans hafa fært í þágu sóttvarna, nú síðast í formi einangrunar. „Hafandi þessar staðreyndir fyrir framan sig, að í 17 daga hafa allir verið hressir án veikinda en þurft að beygja sig undir þessi lög sóttvarna. Að mínu vitu getur þetta ekki gengið mikið lengur með þessum hætti.“

Sigurður segir að stjórnvöld verði að fara að sjá samhengi hlutanna út frá stærra sjónarhorni en eingöngu sóttvarna. „Að lokum varðandi Landsspítalann, hvað þarf langur tími að líða til viðbótar þar til ráðherra áttar sig á því að um stjórnunarvanda er að ræða,“ skrifar Sigurður að lokum í færslunni, sem hann veitti DV góðfúslegt leyfi til þess að fjalla um.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrum fjármálastjóri dró aha.is fyrir dóm – Sagðist eiga inni orlof en var á móti sakaður um að hafa ofreiknað eigið orlof með bókhaldsbrögðum

Fyrrum fjármálastjóri dró aha.is fyrir dóm – Sagðist eiga inni orlof en var á móti sakaður um að hafa ofreiknað eigið orlof með bókhaldsbrögðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nöfn unga fólksins sem lést í banaslysinu á Eyjafjarðarbraut

Nöfn unga fólksins sem lést í banaslysinu á Eyjafjarðarbraut
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svört skýrsla um rekstur hestamannafélagsins Fáks – Fullyrðingar um svartar launagreiðslur, ólöglegt vinnuafl og óeðlileg vildarkjör – Formaður félagsins segir skýrsluna einhliða og ekki gefa rétta mynd

Svört skýrsla um rekstur hestamannafélagsins Fáks – Fullyrðingar um svartar launagreiðslur, ólöglegt vinnuafl og óeðlileg vildarkjör – Formaður félagsins segir skýrsluna einhliða og ekki gefa rétta mynd
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Eldgosinu er lokið