fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fréttir

Dómur fallinn í Rauðagerðismálinu: Einn í sextán ár – Aðrir sýknaðir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 21. október 2021 08:54

Angjelin Sterkhaj í réttarsal. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rétt í þessu voru kveðnir upp dómar í Rauðagerðismálinu, er varðar morðið á Albananum Armando Bequirai, sem skotinn var til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði laugardagskvöldið 13. febrúar síðastliðinn.

Fjórar manneskjur, þau Angjelin Sterkaj, Sphetim Querimi, Murat Selivrada og Claudia Carvalho, voru ákærð fyrir samverknað um morðið.

Angjelin Sterkaj játaði að hafa skotið til Armando til bana en sagðist hafa gert það nauðbeygður þar sem Armando og samherjar hans hafi setið um líf hans. Angjelin sagðist hafa verið einn að verki en héraðssaksóknari taldi hin þrjú hafa aðstoðað hann við verkið, Shpetim með því að aka honum, Claudia með því að fylgjast með ferðum Armandos kvöldið örlagaríka, og Murat með því að leiðbeina henni um hvernig hún ætti að fylgjast með ferðum Armandos.

Dómarnir sem kveðnir voru upp voru eftirfarandi:

Angjelin Sterkaj í 16 ára fangelsi

Sphetim Querimi: sýknaður

Murat Selivrada: sýknaður

Claudia Carvalho: sýknuð

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rúnar í Glerborg fékk risasekt

Rúnar í Glerborg fékk risasekt
Fréttir
Í gær

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bók lýsir illum aðbúnaði barna og starfsfólks á íslensku munaðarleysingjaheimili í Kenýa – „Hrein og klár lygi“

Bók lýsir illum aðbúnaði barna og starfsfólks á íslensku munaðarleysingjaheimili í Kenýa – „Hrein og klár lygi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjö útköll hjá lögreglu í dag út af búðahnupli

Sjö útköll hjá lögreglu í dag út af búðahnupli