fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Fréttir

COVID-smit á hjartadeild Landspítalans

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 12. janúar 2021 19:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búið er að loka hjartadeild Landspítalans eftir að sjúklingur þar greindist með COVID-19. Yfir eitt hundrað manns eru í sóttkví vegna smitsins. Öllum innlögnum, valkvæðum aðgerðum og heimsóknum á göngudeild hefur verið frestað.

Sjúklingurinn sem um ræðir hefur legið  inni á hjartadeildinni síðan í desember. Hann útskrifaðist af deildinni í dag en greindist síðan með COVID-19. Talið er að maðurinn hafi smitast inni á deildinni, af öðrum sjúklingi, starfsmanni eða aðstandanda í heimsókn.

Landspítalinn hefur sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu vegna málsins:

„Við hefðbundna skimun sjúklings vegna Covid-19 á hjartadeild 14EG Landspítala í kvöld, þriðjudaginn 12. janúar, kom í ljós að sjúklingur reyndist smitaður.

Ekki liggur fyrir hvernig umræddur sjúklingur smitaðist, en þó liggur fyrir að viðkomandi smitaðist inniliggjandi á hjartadeild. Viðkomandi er nú á heimili sínu.

Lokað hefur verið fyrir innlagnir á hjartadeild, en bráðum innlögnum hjartasjúklinga verður sinnt á öðrum legudeildum. Öllum valkvæðum aðgerðum og göngudeildarheimsóknum á hjartadeild á morgun, miðvikudaginn 13. janúar, hefur verið frestað. Frekari upplýsinga um starfsemi hjartadeildar næstu daga á eftir er að vænta.

Farsóttarnefnd Landspítala kom þegar í stað saman ásamt stjórnendum hjartadeildar og ákveðið var að grípa til eftirfarandi ráðstafana: Skima alla sjúklinga (32 talsins), skima allt starfsfólk deildarinnar (á annað hundrað manns) og hafa samband við aðstandendur. Þessar aðgerðir standa núna yfir og verður fram haldið á morgun. Tryggt verður að þeir fari skimun sem þörf krefur.

Sóttvarnalæknir hefur verið upplýstur um málið og nú er unnið að smitrakningu innanhúss og meðal þeirra sem deildinni tengjast eftir atvikum.

Alltaf er hætta á því í heimsfaraldri eins og vegna Covid-19, að smit komi upp á einstökum deildum með þessum hætti, jafnvel þótt ítrustu sóttvarna og fyllstu varúðar og öryggis sjúklinga sé gætt. Margir tugir og jafnvel nokkur hundruð manns starfa á flestum stærri deildum Landspítala og þetta fólk er allt virkt upp að vissu marki í samfélaginu. Deildirnar þarf einnig að þjónusta af stórum hópi fólks í stoðdeildum spítalans. Sömuleiðis eru heimsóknir aðstandenda leyfðar upp að vissu marki.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Lögregla með áríðandi tilkynningu – Mjög slæm færð á höfuðborgarsvæðinu

Lögregla með áríðandi tilkynningu – Mjög slæm færð á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Bætir í snjókomuna í dag – Gul viðvörun í gildi

Bætir í snjókomuna í dag – Gul viðvörun í gildi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gagnrýna lögregluna fyrir að færa lögreglumenn grunaða um brot í starfi á milli embætta – „Í raun dregið undan trausti til lögreglunnar“

Gagnrýna lögregluna fyrir að færa lögreglumenn grunaða um brot í starfi á milli embætta – „Í raun dregið undan trausti til lögreglunnar“
Fréttir
Í gær

Slakað verði á reglum um innflutning hunda og katta

Slakað verði á reglum um innflutning hunda og katta
Fréttir
Í gær

Siggi Stormur varpar ljósi á veðurspána á morgun – Fer allt á kaf á höfuðborgarsvæðinu?

Siggi Stormur varpar ljósi á veðurspána á morgun – Fer allt á kaf á höfuðborgarsvæðinu?
Fréttir
Í gær

Katrín og Ragnar leggja saman krafta sína aftur

Katrín og Ragnar leggja saman krafta sína aftur